Ferðamenn skildu bifreiðar eftir í vegkanti til að dást að norðurljósum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 11:40 Norðurljósin heilla ferðamenn sem koma hingað til lands. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/ernir Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um síðastliðna helgi að hafa afskipti af erlendum ferðamönnum sem höfðu stöðvað bifreiðar sínar á Grindavíkurvegi til að dást að norðurljósum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. „Lögreglumenn bentu ferðamönnunum góðfúslega á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði á vegum hér á landi. Jafnframt að þeir gætu lagt bifreiðum sínum á útsýnissvæði þar skammt frá og gætu þeir nýtt sér slík stæði á ferðum sínum um landið,“ segir í tilkynningu. Fréttir af skipulögðum Norðuljósaferðum fyrir erlenda ferðamenn hafa ratað í fréttir undanfarna daga. Um helgina sagði leiðsögumaður til að mynda hættulegar aðstæður geta skapast í slíkum ferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann taldi nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Þá er þetta enn fremur ekki í fyrsta skipti sem lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að hafa afskipti af ferðamönnum sem huga ekki að umferðaröryggi þegar þeim er starsýnt á norðurljósin. Í febrúar í fyrra voru tvær bifreiðar stöðvaðar á Suðurnesjum vegna rásandi aksturslags og reyndist þar um að ræða ferðamenn sem gátu ekki haft augun af norðurljósum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn á Ísland birta myndir við vafasamar aðstæður Ferðamálastofa hefur reglulega minnt á að þeir sem birta myndir af Íslandi í auglýsingaskyni séu ekki að hvetja til óábyrgrar hegðunar, hvort sem er í umgengni við náttúruna, dýralíf eða eða þegar kemur að öryggissjónarmiðum. 25. október 2017 14:30 Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Átti að vera heiðskírt en norðurljósin földu sig bak við ský. 20. mars 2018 12:34 Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um síðastliðna helgi að hafa afskipti af erlendum ferðamönnum sem höfðu stöðvað bifreiðar sínar á Grindavíkurvegi til að dást að norðurljósum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkant og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar. „Lögreglumenn bentu ferðamönnunum góðfúslega á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði á vegum hér á landi. Jafnframt að þeir gætu lagt bifreiðum sínum á útsýnissvæði þar skammt frá og gætu þeir nýtt sér slík stæði á ferðum sínum um landið,“ segir í tilkynningu. Fréttir af skipulögðum Norðuljósaferðum fyrir erlenda ferðamenn hafa ratað í fréttir undanfarna daga. Um helgina sagði leiðsögumaður til að mynda hættulegar aðstæður geta skapast í slíkum ferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann taldi nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Þá er þetta enn fremur ekki í fyrsta skipti sem lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að hafa afskipti af ferðamönnum sem huga ekki að umferðaröryggi þegar þeim er starsýnt á norðurljósin. Í febrúar í fyrra voru tvær bifreiðar stöðvaðar á Suðurnesjum vegna rásandi aksturslags og reyndist þar um að ræða ferðamenn sem gátu ekki haft augun af norðurljósum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn á Ísland birta myndir við vafasamar aðstæður Ferðamálastofa hefur reglulega minnt á að þeir sem birta myndir af Íslandi í auglýsingaskyni séu ekki að hvetja til óábyrgrar hegðunar, hvort sem er í umgengni við náttúruna, dýralíf eða eða þegar kemur að öryggissjónarmiðum. 25. október 2017 14:30 Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Átti að vera heiðskírt en norðurljósin földu sig bak við ský. 20. mars 2018 12:34 Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Ferðamenn á Ísland birta myndir við vafasamar aðstæður Ferðamálastofa hefur reglulega minnt á að þeir sem birta myndir af Íslandi í auglýsingaskyni séu ekki að hvetja til óábyrgrar hegðunar, hvort sem er í umgengni við náttúruna, dýralíf eða eða þegar kemur að öryggissjónarmiðum. 25. október 2017 14:30
Fýluferð þúsunda túrista á Reykjanes í nótt Átti að vera heiðskírt en norðurljósin földu sig bak við ský. 20. mars 2018 12:34
Ferðamenn á Suðurnesjum tóku norðurljós fram yfir öryggi í umferðinni Rásandi aksturslag ökumanna vakti eftirtekt lögreglunnar. 10. febrúar 2017 11:03