Ætla að bregðast við áskorun foreldra vegna Breiðholtsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 21:00 Skóla-og frístundasvið mun fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur í Breiðholtsskóla. Vísir/Ernir Skóla-og frístundasvið hyggst bregðast við áskorun stjórnar foreldarfélags Breiðholtsskóla og fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur skólans. Alls skrifuðu um tvöhundruð foreldrar í Breiðholti undir þessa áskorun. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur sviðið haft málefni Breiðholtsskóla til umfjöllunar í rúmt ár til að skapa sátt og vinnufrið um og í skólanum. Meðal þess sem hefur verið gert er að framkvæma mat í skólanum og voru niðurstöður kynntar foreldrum og starfsmönnum á síðasta ári. Lögð var rík áhersla á að skólinn ynni að umbótaáætlun og úrbótum. Skólinn skilaði úrbótaáætlun í október á síðasta ári og má nálgast hana á heimasíðu hans.Fagna þessari áskorun Stjórn foreldrafélags skólans hefur síðustu vikur staðið fyrir undirskriftarsöfnun á netinu á íslensku, ensku og pólsku þar sem kemur fram að um nokkurn tíma hafi skólastarf í Breiðholtsskóla litast af óánægju milli hóps foreldra og skólastjórnenda sem hafi haft neikvæð áhrif á skólabraginn. Skorað er á skóla- og frístundasvið að sætta deiluaðila með hjálp utanaðkomandi fagaðila. Skólastarf Breiðholtsskóla hafi liðið of lengi fyrir stöðu mála og bæði kennarar og nemendur hætt sökum þess. Undirskriftasöfnuninni er lokið en alls skrifuðu um 200 foreldrar í Breiðholti eða núverandi eða fyrrverandi starfsmenn skólans undir áskorunina. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs segir að þegar verði brugðist við. „Við tökum þessari áskorun fagnandi af því að það skiptir mjög miklu máli að þetta skólasamfélag fái frið og nái sátt þannig að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti og að allir vinni saman, foreldrar, nemendur og starfsmenn að góðu skólastarfi.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Skóla-og frístundasvið hyggst bregðast við áskorun stjórnar foreldarfélags Breiðholtsskóla og fá utanaðkomandi fagaðila til að sætta hóp foreldra og skólastjórnendur skólans. Alls skrifuðu um tvöhundruð foreldrar í Breiðholti undir þessa áskorun. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur sviðið haft málefni Breiðholtsskóla til umfjöllunar í rúmt ár til að skapa sátt og vinnufrið um og í skólanum. Meðal þess sem hefur verið gert er að framkvæma mat í skólanum og voru niðurstöður kynntar foreldrum og starfsmönnum á síðasta ári. Lögð var rík áhersla á að skólinn ynni að umbótaáætlun og úrbótum. Skólinn skilaði úrbótaáætlun í október á síðasta ári og má nálgast hana á heimasíðu hans.Fagna þessari áskorun Stjórn foreldrafélags skólans hefur síðustu vikur staðið fyrir undirskriftarsöfnun á netinu á íslensku, ensku og pólsku þar sem kemur fram að um nokkurn tíma hafi skólastarf í Breiðholtsskóla litast af óánægju milli hóps foreldra og skólastjórnenda sem hafi haft neikvæð áhrif á skólabraginn. Skorað er á skóla- og frístundasvið að sætta deiluaðila með hjálp utanaðkomandi fagaðila. Skólastarf Breiðholtsskóla hafi liðið of lengi fyrir stöðu mála og bæði kennarar og nemendur hætt sökum þess. Undirskriftasöfnuninni er lokið en alls skrifuðu um 200 foreldrar í Breiðholti eða núverandi eða fyrrverandi starfsmenn skólans undir áskorunina. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs segir að þegar verði brugðist við. „Við tökum þessari áskorun fagnandi af því að það skiptir mjög miklu máli að þetta skólasamfélag fái frið og nái sátt þannig að skólastarf geti verið með eðlilegum hætti og að allir vinni saman, foreldrar, nemendur og starfsmenn að góðu skólastarfi.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00