Logi vildi sjá Ryan Taylor fá 7-10 leikja bann: „Mér finnst galið að hann sé að fara spila eftir tvo leiki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2018 07:00 vísir/skjáskot Logi Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í körfubolta og núverandi leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, segir að brot Ryan Taylor, leikmanns ÍR, á Hlyni Bæringssyni, leikmanni Stjörnunnar, hafi verðskuldað sjö til tíu leikja bann. Logi var gestur Körfuboltakvölds fyrir leik Keflavíkur og Hauka á mánudagskvöld en þar fóru þeir Kjartan Atli, Hermann Hauksson, Teitur Örlygsson og Logi yfir þetta brot sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Taylor fékk að lokum þriggja leikja bann. „Ég væri brjálaður ef ég væri Hlynur og mitt lið hefði farið út og sá sem tók mig út væri að fara spila eftir tvo leiki. Ég hef spilað í Evrópu í yfir áratug í fullt af löndum og ég hef séð ýmsilegt. Þegar það eru svona fólskubrot langt frá boltanum þá eru þetta sjö til tíu leikir alls staðar,” sagði Logi og honum var greinilega heitt í hamsi. „Mér finnst galið að hann sé að fara spila eftir tvo leiki. Ég hef ekkert á móti honum og ég er hlutlaus. Ég sem körfuboltaleikmaður væri gjörsamlega brjálaður ef hann væri að fara spila og ég gæti ekki verið með eins og gerðist fyrir Hlyn.” „Hann tekur sénsinn af Hlyn að spila síðasta leikinn og þar af leiðandi er liðið hans dottið út. Það er búið að ræða þetta mikið og kannski finnst einhverjum komið nóg af þessari umræðu. Mér finnst ekki komið nóg af þessari umræðu.” „Það þarf að taka á þessu. Hvað þarf að gera til þess að fá fjóra leiki? Þarf hann að leggjast yfir hann og kýla hann? Mér finnst þetta svolítið vafasamt því körfuboltinn er orðinn stór og það eru allir að fylgjast með okkur. Ungir krakkar eru að fylgjast með og þetta er svo vísvitandi.”Hlynur liggur óvígur eftir og Danero Thomas, liðsfélagi Taylor, athugar með landsliðsfyrirliðann.vísir/skjáskotBorce Ilievski, þjálfari ÍR, sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið þegar ÍR tryggði sig inn í undanúrslitin að hann væri enn viss um að brot Taylor hafi verið óviljaverk. Það tekur Logi ekki undir. „Mér finnst það slakt af þjálfaranum að segja að hann haldi enn að þetta hafi verið óvart. Þetta er vísvitandi og hann er að koma að miklum krafti í hnakkann á manni sem veit ekki að hann sé að koma. Boltinn er ekki nálægt og ég verð hálf reiður þegar ég tala um þetta.” „Ég veit ekki hvort að fólkið sem er ekki í körfubolta sér þetta öðruvísi. En ég sem leikmaður fæ svona högg í leik og veit ekki að því, þetta getur haft afleiðingar langt eftir körfuboltann.” Hermann Hauksson, einn af spekingum þáttarins, tók undir allt sem Logi sagði og tók það fram að þetta gæti einfaldlega skaðað heilsu Hlyns það sem eftir er af ævi hans. Logi tók svo aftur við boltanum og hélt áfram. „Auðvitað vill maður að það eigi að leyfa hörku í úrslitakeppninni og maður á það til að fá olnbogaskot út af frákasti eða olnbogaskot í “screeni” en þetta er svo allt annað og tengist því ekki neitt.” Logi fór á stúfana í dag og skoðaði samskonar brot víðast hvar um heiminn og segir hann að Ísland skeri sig úr hvað varðar lengd á brotum eins og þessum. „Ég skoðaði brot í dag því ég vissi að ég væri að fara ræða þetta. Þetta eru sjö til tíu leikir, alltaf þegar þetta er svona frá boltanum, olnbogaskot í andlit og fleira. Alls staðar í Evrópu þar sem ég var þá fóru menn út svona lengi og hversu mikið þarf að gerast til að fá meira en þrjá leiki?” „Við þurfum að passa upp á okkar íþrótt. Það er fólk að fylgjast með, mikið áhorf og það þarf að taka almennilega á þessu. Ég hefði tekið minn mann af lífi og líka í fjölmiðlum. Mér finnst ekki sniðugt að leikmenn í hans liði séu að biðja um einn leik,” sagði Logi. Ræðu Loga úr Körfuboltakvöldi á mánudag má sjá í sjónvarpsglugganum hér að neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Logi Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í körfubolta og núverandi leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, segir að brot Ryan Taylor, leikmanns ÍR, á Hlyni Bæringssyni, leikmanni Stjörnunnar, hafi verðskuldað sjö til tíu leikja bann. Logi var gestur Körfuboltakvölds fyrir leik Keflavíkur og Hauka á mánudagskvöld en þar fóru þeir Kjartan Atli, Hermann Hauksson, Teitur Örlygsson og Logi yfir þetta brot sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Taylor fékk að lokum þriggja leikja bann. „Ég væri brjálaður ef ég væri Hlynur og mitt lið hefði farið út og sá sem tók mig út væri að fara spila eftir tvo leiki. Ég hef spilað í Evrópu í yfir áratug í fullt af löndum og ég hef séð ýmsilegt. Þegar það eru svona fólskubrot langt frá boltanum þá eru þetta sjö til tíu leikir alls staðar,” sagði Logi og honum var greinilega heitt í hamsi. „Mér finnst galið að hann sé að fara spila eftir tvo leiki. Ég hef ekkert á móti honum og ég er hlutlaus. Ég sem körfuboltaleikmaður væri gjörsamlega brjálaður ef hann væri að fara spila og ég gæti ekki verið með eins og gerðist fyrir Hlyn.” „Hann tekur sénsinn af Hlyn að spila síðasta leikinn og þar af leiðandi er liðið hans dottið út. Það er búið að ræða þetta mikið og kannski finnst einhverjum komið nóg af þessari umræðu. Mér finnst ekki komið nóg af þessari umræðu.” „Það þarf að taka á þessu. Hvað þarf að gera til þess að fá fjóra leiki? Þarf hann að leggjast yfir hann og kýla hann? Mér finnst þetta svolítið vafasamt því körfuboltinn er orðinn stór og það eru allir að fylgjast með okkur. Ungir krakkar eru að fylgjast með og þetta er svo vísvitandi.”Hlynur liggur óvígur eftir og Danero Thomas, liðsfélagi Taylor, athugar með landsliðsfyrirliðann.vísir/skjáskotBorce Ilievski, þjálfari ÍR, sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið þegar ÍR tryggði sig inn í undanúrslitin að hann væri enn viss um að brot Taylor hafi verið óviljaverk. Það tekur Logi ekki undir. „Mér finnst það slakt af þjálfaranum að segja að hann haldi enn að þetta hafi verið óvart. Þetta er vísvitandi og hann er að koma að miklum krafti í hnakkann á manni sem veit ekki að hann sé að koma. Boltinn er ekki nálægt og ég verð hálf reiður þegar ég tala um þetta.” „Ég veit ekki hvort að fólkið sem er ekki í körfubolta sér þetta öðruvísi. En ég sem leikmaður fæ svona högg í leik og veit ekki að því, þetta getur haft afleiðingar langt eftir körfuboltann.” Hermann Hauksson, einn af spekingum þáttarins, tók undir allt sem Logi sagði og tók það fram að þetta gæti einfaldlega skaðað heilsu Hlyns það sem eftir er af ævi hans. Logi tók svo aftur við boltanum og hélt áfram. „Auðvitað vill maður að það eigi að leyfa hörku í úrslitakeppninni og maður á það til að fá olnbogaskot út af frákasti eða olnbogaskot í “screeni” en þetta er svo allt annað og tengist því ekki neitt.” Logi fór á stúfana í dag og skoðaði samskonar brot víðast hvar um heiminn og segir hann að Ísland skeri sig úr hvað varðar lengd á brotum eins og þessum. „Ég skoðaði brot í dag því ég vissi að ég væri að fara ræða þetta. Þetta eru sjö til tíu leikir, alltaf þegar þetta er svona frá boltanum, olnbogaskot í andlit og fleira. Alls staðar í Evrópu þar sem ég var þá fóru menn út svona lengi og hversu mikið þarf að gerast til að fá meira en þrjá leiki?” „Við þurfum að passa upp á okkar íþrótt. Það er fólk að fylgjast með, mikið áhorf og það þarf að taka almennilega á þessu. Ég hefði tekið minn mann af lífi og líka í fjölmiðlum. Mér finnst ekki sniðugt að leikmenn í hans liði séu að biðja um einn leik,” sagði Logi. Ræðu Loga úr Körfuboltakvöldi á mánudag má sjá í sjónvarpsglugganum hér að neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira