Innlent

Læknafélagið skoðar greiðslur til verktaka

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Læknafélag Íslands hefur sent heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins,
Læknafélag Íslands hefur sent heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins,
Læknafélag Íslands segir það ekki geta staðist að ódýrara sé fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn, þvert á fullyrðingar framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Vandséð er hvernig sú fullyrðing getur staðist nema læknum séu greiddar verktakagreiðslur sem eru lægri en sem nemur launum samkvæmt kjarasamningi.

Félagið hefur sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf vegna fullyrðinganna og óskað eftir fundi með ráðherra til að ræða málið. Mikilvægt er að félagið hafi sem gleggsta sýn yfir þá samninga sem tíðkast, umræðan bendi til þess að verið sé að greiða lægra fyrir þessi störf en eðlilegt þykir. Félagið hvetur jafnframt þá lækna sem starfa við verktöku að snúa sér til samtakanna áður en þeir semja við heilbrigðisstofnanir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×