Mario Kempes: Messi getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 09:00 Lionel Messi. Vísir/Getty Argentínumenn fengu slæma útreið í gærkvöldi aðeins 78 dögum fyrir HM þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Spáni. Liðið var án Messi en það skýrir samt ekki niðurlæginguna í gær. Mario Kempes, markakóngur HM og heimsmeistari 1978, var fenginn til að segja sitt álit á frammistöðu liðsins í gær en hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni fyrir 40 árum í 3-1 sigri á Hollandi í úrslitaleiknum. „Ég var bjartsýnn eftir fyrri hálfleikinn því þeir voru ekki að spila illa. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti stórslys. Í seinni hálfleiknum litu þeir út eins og ellefu menn sem þekktust ekki neitt,“ sagði Mario Kempes."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 Gonzalo Higuaín klúðraði algjöru dauðafæri í leiknum en landsliðsþjálfarinn vill frekar nota hann en unga og ferska menn eins og þá Paulo Dybala og Mauro Icardi sem eru raða inn mörkum á Ítalíu. „Færið sem Higuaín fékk í gær er færi sem hann skorar úr í 51 skipti af 50 þegar hann er í búningi Juventus. Ég veit ekki hvað gerist í framhaldinu með hann og argentínska landsliðið,“ sagði Mario Kempes. Lionel Messi lék ekki með argentínska landsliðinu í gær vegna meiðsla. „Messi getur gjörbreytt liði með því að koma inn á völlinn en hann getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka. Það er bara einn Messi en fótbolti er spilaður með ellefu mönnum,“ sagði Kempes. „Icardi er leikmaður sem getur nýst liðinu vel og ég veit ekki af hverju Sampaoli valdi habnn ekki. Hann lék ekki illa á móti Úrúgvæ,“ sagði Kempes en Mauro Icardi hefur raðað inn mörkum hjá Internazionale á Ítalíu. „Þetta landslið okkar þarf nýtt blóð. Fyrir marga þessa leikmenn þá er þetta þeirra síðasta heimsmeistarakeppni. Við þurfum að fá nýja leikmenn inn,“ sagði Kempes. „Í sambandi við marga af þessum leikmönnum sem eru í byrunarliðinu þá þarf nauðsynlega hrista þá aðeins til svo þeir sofni ekki,“ sagði Kempes. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harði forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Argentínumenn fengu slæma útreið í gærkvöldi aðeins 78 dögum fyrir HM þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Spáni. Liðið var án Messi en það skýrir samt ekki niðurlæginguna í gær. Mario Kempes, markakóngur HM og heimsmeistari 1978, var fenginn til að segja sitt álit á frammistöðu liðsins í gær en hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni fyrir 40 árum í 3-1 sigri á Hollandi í úrslitaleiknum. „Ég var bjartsýnn eftir fyrri hálfleikinn því þeir voru ekki að spila illa. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti stórslys. Í seinni hálfleiknum litu þeir út eins og ellefu menn sem þekktust ekki neitt,“ sagði Mario Kempes."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 Gonzalo Higuaín klúðraði algjöru dauðafæri í leiknum en landsliðsþjálfarinn vill frekar nota hann en unga og ferska menn eins og þá Paulo Dybala og Mauro Icardi sem eru raða inn mörkum á Ítalíu. „Færið sem Higuaín fékk í gær er færi sem hann skorar úr í 51 skipti af 50 þegar hann er í búningi Juventus. Ég veit ekki hvað gerist í framhaldinu með hann og argentínska landsliðið,“ sagði Mario Kempes. Lionel Messi lék ekki með argentínska landsliðinu í gær vegna meiðsla. „Messi getur gjörbreytt liði með því að koma inn á völlinn en hann getur ekki spilað í marki, í vörn, á vængnum og skorað mörkin líka. Það er bara einn Messi en fótbolti er spilaður með ellefu mönnum,“ sagði Kempes. „Icardi er leikmaður sem getur nýst liðinu vel og ég veit ekki af hverju Sampaoli valdi habnn ekki. Hann lék ekki illa á móti Úrúgvæ,“ sagði Kempes en Mauro Icardi hefur raðað inn mörkum hjá Internazionale á Ítalíu. „Þetta landslið okkar þarf nýtt blóð. Fyrir marga þessa leikmenn þá er þetta þeirra síðasta heimsmeistarakeppni. Við þurfum að fá nýja leikmenn inn,“ sagði Kempes. „Í sambandi við marga af þessum leikmönnum sem eru í byrunarliðinu þá þarf nauðsynlega hrista þá aðeins til svo þeir sofni ekki,“ sagði Kempes.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harði forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira