Fótbolti

Fyrstu landsleikir Tarkowski kosta Jóa Berg og félaga skildinginn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
James Tarkowski byrjaði inn á í gær.
James Tarkowski byrjaði inn á í gær. vísir/getty
James Tarkowski, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni og samherji íslenska landsliðsmannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar, spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England í gærkvöldi.

Tarkowski var í byrjunarliði Englands í 1-1 jafntefli á móti Ítalíu en þessi frumraun hans í landsliðinu kostaði Burnley sitt og næstu landsleikir munu halda áfram að fylla bankabók hans fyrrverandi félags, Brentford.

Sky Sports hefur nefnilega heimildir fyrir því að Burnley þurfi að borga Brentford 500.000 pund eða 70 milljónir króna fyrir leikinn í gær en allskonar klásúlur um landsleiki voru í kaupsamningi Burley og Brentford þegar Tarkowski var keyptur fyrir tveimur árum.

Brentford hefði fengið 250.000 pund hefði Tarkowski komið inn á sem varamaður í fyrsta landsleik en hann var í byrjunarliðinu og því tvöfaldaðist greiðslan.

Brentford á svo von á einni milljón punda eða 140 milljónum króna verði Tarkowski í byrjunarliðinu í sínum fyrsta mótsleik, en næsti mótsleikur er fyrsti leikur Englands á HM.

Komi Tarkowski inn á sem varamaður í sínum fyrsta mótsleik fær Brentford 500.000 pund í sinn hlut.

Englendingar og Ítalar gerðu 1-1 jafntefli í gær þar sem myndbandsdómgæsla kom við sögu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×