R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2018 10:40 Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly. Vísir/Getty Fyrrverandi kærasta bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly segir hann hafa reynt að búa 14 ára stúlku undir að verða kynlífsþrællinn hans. Kærastan fyrrverandi heitir Kitti Jones en rætt er við hana í væntanlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC3. Söngvarinn er þar sakaður af Jones um að hafa brotið kynferðislega á stúlku síðan hún var fjórtán ára gömul.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að um sé að ræða nýja ásökun í röð ásakanna á hendur tónlistarmanninum fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum.R. Kelly svaraði ekki fyrirspurnum BBC né Guardian um málið.Vísir/GettyHeimildarmyndin ber heitið R Kelly: Sex, Girls and Videotapes. Þar er segir Jones frá því hvernig hún og Kelly byrjuðu saman árið 2011, en sambandið stóð yfir í tvö ár. Jones, sem er 34 ára í dag, segir Kelly hafa reynt að hafa mikla stjórn á henni og var hún að eigin sögn neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í það minnsta tíu sinnum í kynlífsdýflissu. „Ég var kynnt fyrir einni af stúlkunum sem hann sagðist hafa þjálfað frá því hún var fjórtán ára gömul. Þetta sagði hann. Hún var klædd eins og ég og sagði hluti á sama hátt og ég myndi segja þá. Það var þá sem ég fattaði að Kelly hafði verið að búa mig undir að verða eitt af gæludýrum hans. Hann kallar þær gæludýr.“ Guardian segir Kelly hvorki hafa svarað fyrirspurnum BBC né Guardian um málið. Hann hefur hins vegar áður neitað ásökunum um kynferðisbrot gegn konum. Árið 2008 var hann sýknaður af ásökunum um að framleiða barnaníðsefni. Var hann sakaður um að hafa myndað þegar hann hafði samræði við fjórtán ára gamla stúlku. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi fyrir utan dómstóla um greiðslur á bótum til kvenna. Þar á meðal var Tiffany Hawkings en Kelly var sakaður um að hafa brotið gegn henni í þrjú ár frá því hún var fimmtán ára gömul. Guardian segir Kitti Jones hafa áður talað opinberlega um R Kelly. Þar á meðal í viðtali við Rolling Stone tímaritið í október árið 2017 þar sem hún sagði hann hafa veist að sér með ofbeldi eftir að hún ræddi við hann um barnaníðsefni.R. Kelly hefur komist að samkomulagi utan dómsal við fjölda kvenna um greiðslu bóta.Vísir/Getty Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Fyrrverandi kærasta bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly segir hann hafa reynt að búa 14 ára stúlku undir að verða kynlífsþrællinn hans. Kærastan fyrrverandi heitir Kitti Jones en rætt er við hana í væntanlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC3. Söngvarinn er þar sakaður af Jones um að hafa brotið kynferðislega á stúlku síðan hún var fjórtán ára gömul.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að um sé að ræða nýja ásökun í röð ásakanna á hendur tónlistarmanninum fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum.R. Kelly svaraði ekki fyrirspurnum BBC né Guardian um málið.Vísir/GettyHeimildarmyndin ber heitið R Kelly: Sex, Girls and Videotapes. Þar er segir Jones frá því hvernig hún og Kelly byrjuðu saman árið 2011, en sambandið stóð yfir í tvö ár. Jones, sem er 34 ára í dag, segir Kelly hafa reynt að hafa mikla stjórn á henni og var hún að eigin sögn neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í það minnsta tíu sinnum í kynlífsdýflissu. „Ég var kynnt fyrir einni af stúlkunum sem hann sagðist hafa þjálfað frá því hún var fjórtán ára gömul. Þetta sagði hann. Hún var klædd eins og ég og sagði hluti á sama hátt og ég myndi segja þá. Það var þá sem ég fattaði að Kelly hafði verið að búa mig undir að verða eitt af gæludýrum hans. Hann kallar þær gæludýr.“ Guardian segir Kelly hvorki hafa svarað fyrirspurnum BBC né Guardian um málið. Hann hefur hins vegar áður neitað ásökunum um kynferðisbrot gegn konum. Árið 2008 var hann sýknaður af ásökunum um að framleiða barnaníðsefni. Var hann sakaður um að hafa myndað þegar hann hafði samræði við fjórtán ára gamla stúlku. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi fyrir utan dómstóla um greiðslur á bótum til kvenna. Þar á meðal var Tiffany Hawkings en Kelly var sakaður um að hafa brotið gegn henni í þrjú ár frá því hún var fimmtán ára gömul. Guardian segir Kitti Jones hafa áður talað opinberlega um R Kelly. Þar á meðal í viðtali við Rolling Stone tímaritið í október árið 2017 þar sem hún sagði hann hafa veist að sér með ofbeldi eftir að hún ræddi við hann um barnaníðsefni.R. Kelly hefur komist að samkomulagi utan dómsal við fjölda kvenna um greiðslu bóta.Vísir/Getty
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira