Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2018 11:00 Hafísinn hefur verið í lægstu lægðum síðustu tvö árin. Gervihnattamælingar hafa verið gerðar á útbreiðslu hans frá 8. áratug síðustu aldar. Vísir/AFP Sláandi er hversu lítill hafís er í Norður-Íshafinu við lok vetrar þrátt fyrir að ísinn hafi haft nægan tíma til að myndast, að sögn Halldórs Björnssonar, loftslagsfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hámarksútbreiðsla íssins nú er sú næstminnsta sem mælst hefur en hop hafíssins er talið hafa áhrif á veðurfar sunnar á hnettinum. Það hefur meðal annars stuðlað að mildari norðanátt á veturna á Íslandi. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC) birti tölur um hámarksútbreiðslu hafíssins á norðurskautinu í síðustu viku og taldi hámarkinu hafa verið náð um miðjan mars. Hún var þá um milljón ferkílómetrum minni en langtímameðaltöl. Það jafnast á við að hafísinn hafi skroppið saman um flatarmál Egyptalands. Halldóri finnst sérstaklega eftirtektarvert að þrátt fyrir að svo lítið sé af hafís þá hafi hámarkið ekki átt sér stað óvenjusnemma eins og hægt hefði verið að búast við. Nái hafísinn hámarki sínu óvenjusnemma þá væri eðlilegt að það væri einnig óvenjulítið. „Það er bara alls ekki það sem er að gerast núna. Það hefur oft gerst að þetta hafi snúist við fyrr. Það sem í raun og veru slær mann aðallega er þetta hversu lítill ís er að myndast af því að hann hefur haft nógan tíma til þess að gera það,“ segir Halldór.Hlýnun > bráðnun hafíss > meiri hlýnun Hnattræn hlýnun hefur verið enn meiri á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni. Talað hefur verið um að hlýnunin hafi verið allt að tvöfalt meiri þar. Ástæðan er fyrst og fremst bráðnun hafíssins. Sólarljós er þegar af skornum skammti á norðurskautinu en hvítur hafísinn endurvarpar hluta þess sem þó berst aftur út í geim og kælir norðurskautið enn frekar. Þegar hafísinn víkur hins vegar með hlýnandi loftslagi fyrir dökkum sjó drekkur hann í sig sólarorkuna sem vermir norðurskautið. Þessi áhrif valda svonefndri jákvæðri svörun þar sem hafísinn skreppur enn meira saman og veldur enn meiri hlýnun.Röskun á meginkerfi olli hitabylgju í febrúar Bág staða hafíssins nú kemur ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti enda hafa óvenjumikil hlýindi verið á norðurskautinu í vetur og síðustu vetur á undan. Í febrúar varð röskun á ríkjandi veðurkerfi á norðurskautinu þess valdandi að hlýtt loft streymdi þangað inn. Hitinn á sumum stöðum á norðurskautinu varð þá allt að 25°C hærri en vanalega og á norðurpólnum nálgaðist hitinn frostmark. Samtímis flæddi kalt loft suður á bóginn yfir Síberíu og hluta Evrópu og olli þar kuldakasti.Halldór segir nýlegar mælingar á hafísnum á norðurskautinu sláandi.VísirKenningar hafa verið uppi um að hnattræn hlýnun af völdum manna veiki svonefnt vestanvindabelti á mörkum viðvarandi heimskautalægðar sem heldur köldu heimskautalofti alla jafna í skorðum yfir norðurskautinu að vetri til. Halldór segir að hop hafíssins gæti haft þar sitt að segja. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að það að hafísinn minnki hafi áhrif á hvernig lægðagangur breytist,“ segir Halldór. Megnið af áhrifunum eru hins vegar óbein og segir Halldór því erfitt að greina nákvæmlega hvað veldur þeim. „Það er samt nokkuð ljóst að þessar miklu breytingar sem eru að verða í Íshafinu eru að hafa áhrif á veðrið, allavegana þar, og líklega sunnar líka. Ef það verður þannig að þú færð óvenjuheita vetur þá verður náttúrulega óvenjulítill hafís þar,“ segir Halldór.Getur leitt til skringilegs veðurs að sumri Það er ekki aðeins á veturna sem hlýnun á norðurskautinu getur raskað veðri á suðlægari slóðum. Þannig segir Halldór að svo virðist sem að eftir því sem hlýrra er á norðurslóðum á sumrin, því líklegra sé að veðurhringrásir „festist“ með afleiðingum fyrir veður við yfirborð jarðar. „Venjulega á okkar slóðum ganga veður frá vestri til austurs og í háloftunum eru bylgjur sem flytja þetta. Stundum stoppa þær og eru kannski kyrrar í allt að tvær til þrjár vikur. Þá getur myndast alls kyns skringilegt veður undir,“ segir Halldór. Undir þessum kerfum geta þá orðið þurrkar eða óvanaleg úrhelli sem vara í nokkrar vikur. Slíkir þurrkar hafa meðal annars leitt af sér skógarelda í Síberíu. „Það eru vísbendingar um að ef þú hitar Norður-Íshafið og norðurslóðir upp meira en önnur svæði þá gerist þetta frekar á okkar slóðum,“ segir Halldór.Mjög kaldir dagar þekkjast varla lengur Ísland fer ekki varhluta af þessum breytingum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að hop hafíssins, ekki síst frá 9. áratug síðustu aldar hafi haft þau áhrif á norðanátt að vetri til er mildari en hún var áður. Nú sé lengra í jaðar hafíssins en þegar hann var við Grænland eða norður af Jan Mayen og þá sé minna af ísnum. Loftið blæs því lengur yfir opinn sjó sem hefur ekki sömu kælingaráhrifin og ísinn. „Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á að norðanáttin er mildari á veturna og mjög kaldir dagar þeir þekkjast varla miðað við það sem áður var. Þá erum við að tala um daga með 15 til 20 stiga frosti samfara norðanátt. Ef við fáum slíkt frost í dag er það vegna útgeislunar inni á miðju hálendinu en hins vegar frostlítið við ströndina,“ segir Einar. Áhrif þess að þessir köldu dagar hverfi á veturna koma fram í meðalhita á Íslandi sem þokast þá upp. Einar segir að áhrifin séu mest á veturna en síður á vorin og á sumrin. Þó hefur það áhrif á hita að hafís sé ekki lengur við landið að vori. Eins skilji hafísinn eftir sig kaldan sjó þegar hann hörfar sem hefur síðan áhrif á hitafar að sumri. Hop hafíssins hafi hlýnun í för með sér á Íslandi. Einar telur það sérstakt rannsóknarefni að brjóta niður hækkun hitastigs á Íslandi eftir orsökum. „Hvað kemur vegna hækkunar sjávarhita, hvað er það vegna breytinga á loftmassahita og hvað er vegna mögulegra breytinga á fari lægða og hæða í kringum landið og þar með tíðni vindátta,“ segir hann. Fréttaskýringar Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Hlýnunin á norðurskautinu fordæmalaus í 1.500 ár Norðurskautið hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. 13. desember 2017 14:54 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sláandi er hversu lítill hafís er í Norður-Íshafinu við lok vetrar þrátt fyrir að ísinn hafi haft nægan tíma til að myndast, að sögn Halldórs Björnssonar, loftslagsfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hámarksútbreiðsla íssins nú er sú næstminnsta sem mælst hefur en hop hafíssins er talið hafa áhrif á veðurfar sunnar á hnettinum. Það hefur meðal annars stuðlað að mildari norðanátt á veturna á Íslandi. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC) birti tölur um hámarksútbreiðslu hafíssins á norðurskautinu í síðustu viku og taldi hámarkinu hafa verið náð um miðjan mars. Hún var þá um milljón ferkílómetrum minni en langtímameðaltöl. Það jafnast á við að hafísinn hafi skroppið saman um flatarmál Egyptalands. Halldóri finnst sérstaklega eftirtektarvert að þrátt fyrir að svo lítið sé af hafís þá hafi hámarkið ekki átt sér stað óvenjusnemma eins og hægt hefði verið að búast við. Nái hafísinn hámarki sínu óvenjusnemma þá væri eðlilegt að það væri einnig óvenjulítið. „Það er bara alls ekki það sem er að gerast núna. Það hefur oft gerst að þetta hafi snúist við fyrr. Það sem í raun og veru slær mann aðallega er þetta hversu lítill ís er að myndast af því að hann hefur haft nógan tíma til þess að gera það,“ segir Halldór.Hlýnun > bráðnun hafíss > meiri hlýnun Hnattræn hlýnun hefur verið enn meiri á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni. Talað hefur verið um að hlýnunin hafi verið allt að tvöfalt meiri þar. Ástæðan er fyrst og fremst bráðnun hafíssins. Sólarljós er þegar af skornum skammti á norðurskautinu en hvítur hafísinn endurvarpar hluta þess sem þó berst aftur út í geim og kælir norðurskautið enn frekar. Þegar hafísinn víkur hins vegar með hlýnandi loftslagi fyrir dökkum sjó drekkur hann í sig sólarorkuna sem vermir norðurskautið. Þessi áhrif valda svonefndri jákvæðri svörun þar sem hafísinn skreppur enn meira saman og veldur enn meiri hlýnun.Röskun á meginkerfi olli hitabylgju í febrúar Bág staða hafíssins nú kemur ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti enda hafa óvenjumikil hlýindi verið á norðurskautinu í vetur og síðustu vetur á undan. Í febrúar varð röskun á ríkjandi veðurkerfi á norðurskautinu þess valdandi að hlýtt loft streymdi þangað inn. Hitinn á sumum stöðum á norðurskautinu varð þá allt að 25°C hærri en vanalega og á norðurpólnum nálgaðist hitinn frostmark. Samtímis flæddi kalt loft suður á bóginn yfir Síberíu og hluta Evrópu og olli þar kuldakasti.Halldór segir nýlegar mælingar á hafísnum á norðurskautinu sláandi.VísirKenningar hafa verið uppi um að hnattræn hlýnun af völdum manna veiki svonefnt vestanvindabelti á mörkum viðvarandi heimskautalægðar sem heldur köldu heimskautalofti alla jafna í skorðum yfir norðurskautinu að vetri til. Halldór segir að hop hafíssins gæti haft þar sitt að segja. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að það að hafísinn minnki hafi áhrif á hvernig lægðagangur breytist,“ segir Halldór. Megnið af áhrifunum eru hins vegar óbein og segir Halldór því erfitt að greina nákvæmlega hvað veldur þeim. „Það er samt nokkuð ljóst að þessar miklu breytingar sem eru að verða í Íshafinu eru að hafa áhrif á veðrið, allavegana þar, og líklega sunnar líka. Ef það verður þannig að þú færð óvenjuheita vetur þá verður náttúrulega óvenjulítill hafís þar,“ segir Halldór.Getur leitt til skringilegs veðurs að sumri Það er ekki aðeins á veturna sem hlýnun á norðurskautinu getur raskað veðri á suðlægari slóðum. Þannig segir Halldór að svo virðist sem að eftir því sem hlýrra er á norðurslóðum á sumrin, því líklegra sé að veðurhringrásir „festist“ með afleiðingum fyrir veður við yfirborð jarðar. „Venjulega á okkar slóðum ganga veður frá vestri til austurs og í háloftunum eru bylgjur sem flytja þetta. Stundum stoppa þær og eru kannski kyrrar í allt að tvær til þrjár vikur. Þá getur myndast alls kyns skringilegt veður undir,“ segir Halldór. Undir þessum kerfum geta þá orðið þurrkar eða óvanaleg úrhelli sem vara í nokkrar vikur. Slíkir þurrkar hafa meðal annars leitt af sér skógarelda í Síberíu. „Það eru vísbendingar um að ef þú hitar Norður-Íshafið og norðurslóðir upp meira en önnur svæði þá gerist þetta frekar á okkar slóðum,“ segir Halldór.Mjög kaldir dagar þekkjast varla lengur Ísland fer ekki varhluta af þessum breytingum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að hop hafíssins, ekki síst frá 9. áratug síðustu aldar hafi haft þau áhrif á norðanátt að vetri til er mildari en hún var áður. Nú sé lengra í jaðar hafíssins en þegar hann var við Grænland eða norður af Jan Mayen og þá sé minna af ísnum. Loftið blæs því lengur yfir opinn sjó sem hefur ekki sömu kælingaráhrifin og ísinn. „Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á að norðanáttin er mildari á veturna og mjög kaldir dagar þeir þekkjast varla miðað við það sem áður var. Þá erum við að tala um daga með 15 til 20 stiga frosti samfara norðanátt. Ef við fáum slíkt frost í dag er það vegna útgeislunar inni á miðju hálendinu en hins vegar frostlítið við ströndina,“ segir Einar. Áhrif þess að þessir köldu dagar hverfi á veturna koma fram í meðalhita á Íslandi sem þokast þá upp. Einar segir að áhrifin séu mest á veturna en síður á vorin og á sumrin. Þó hefur það áhrif á hita að hafís sé ekki lengur við landið að vori. Eins skilji hafísinn eftir sig kaldan sjó þegar hann hörfar sem hefur síðan áhrif á hitafar að sumri. Hop hafíssins hafi hlýnun í för með sér á Íslandi. Einar telur það sérstakt rannsóknarefni að brjóta niður hækkun hitastigs á Íslandi eftir orsökum. „Hvað kemur vegna hækkunar sjávarhita, hvað er það vegna breytinga á loftmassahita og hvað er vegna mögulegra breytinga á fari lægða og hæða í kringum landið og þar með tíðni vindátta,“ segir hann.
Fréttaskýringar Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Hlýnunin á norðurskautinu fordæmalaus í 1.500 ár Norðurskautið hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. 13. desember 2017 14:54 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Hlýnunin á norðurskautinu fordæmalaus í 1.500 ár Norðurskautið hlýnar tvöfalt hraðar en aðrir heimshlutar. 13. desember 2017 14:54
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent