Gunnar finnur ekki fyrir pressu eftir tapið: "Spái ekki í því sem áður var“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 19:15 Eftir margra vikna og mánaða leit að bardaga fannst loksins andstæðingur fyrir Gunnar Nelson sem snýr aftur í búrið í maí þegar að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny í Liverpool. Það verða liðnir 315 dagar frá tapinu gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio þegar að Gunnar mætir Neil Magny. Það er einum degi meira en hann beið á milli síðustu tveggja bardaga. Þá var Gunnar rólegri yfir biðinni en nú hefur hann leitað logandi ljósi að mótherja í langan tíma. Hann er ólmur að leiðrétta það sem miður fór í Glasgow í fyrra. „Það er búið að vera langt ferli núna, alveg margir mánuðir, þar sem ég hef leitað að andstæðing. Þá einhverjum í topp fimmtán. Það hefur ekkert gengið þannig að núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar. Gunnar hefur nýtt tímann vel til æfinga og segja innherjar hjá Mjölni að hann hafi aldrei verið sterkari en nú í gólfglímu. Er von á flugeldasýningum í næstu bardögum? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég tel að það komi til með að sjást nokkrir nýir þætti í mínum leik í næstu bardögum,“ segir hann. Þrátt fyrir skellinn á móti Ponzinibbio heldur Gunnar ótrauður áfram á toppinn. Að verða sá besti er hans markmið. „Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf ætlað mér að fara alla leið. Maður ætlar aldrei inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa einhverjum. Maður ætlar alltaf að vinna allt. Það er bara þannig.“ Sama hvaða brögðum Ponzinibbio beitti skráist það sem tap á Gunnar sem varð undir öðru sinni á ferlinum sem aðalstjarna bardagakvölds. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex, en finnur Gunnar fyrir mestu pressu ferilsins í aðdraganda þessa bardagakvölds í ljósi síðustu úrslita og stærð bardagans? „Ég hef áður tapað og komið til baka þannig mér finnst ég hafa gert ansi margt núna. Ég hef tapað og komið til baka og unnið aftur. Ég hef upplifað ýmislegt. Ég horfi bara á þetta út frá minni getur og mínum æfingum og síðan er ég bara að fara inn í bardaga,“ segir Gunnar. „Það sem gerðist áður er bara eitthvað sem maður er búinn að læra af. Ég nýtti það sem ég gat nýtt úr því og síðan er engin ástæða til að dvelja lengur við það. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég fer í þennan bardaga af fullum hug og spái ekki í því sem að áður var,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Eftir margra vikna og mánaða leit að bardaga fannst loksins andstæðingur fyrir Gunnar Nelson sem snýr aftur í búrið í maí þegar að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny í Liverpool. Það verða liðnir 315 dagar frá tapinu gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio þegar að Gunnar mætir Neil Magny. Það er einum degi meira en hann beið á milli síðustu tveggja bardaga. Þá var Gunnar rólegri yfir biðinni en nú hefur hann leitað logandi ljósi að mótherja í langan tíma. Hann er ólmur að leiðrétta það sem miður fór í Glasgow í fyrra. „Það er búið að vera langt ferli núna, alveg margir mánuðir, þar sem ég hef leitað að andstæðing. Þá einhverjum í topp fimmtán. Það hefur ekkert gengið þannig að núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar. Gunnar hefur nýtt tímann vel til æfinga og segja innherjar hjá Mjölni að hann hafi aldrei verið sterkari en nú í gólfglímu. Er von á flugeldasýningum í næstu bardögum? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég tel að það komi til með að sjást nokkrir nýir þætti í mínum leik í næstu bardögum,“ segir hann. Þrátt fyrir skellinn á móti Ponzinibbio heldur Gunnar ótrauður áfram á toppinn. Að verða sá besti er hans markmið. „Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf ætlað mér að fara alla leið. Maður ætlar aldrei inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa einhverjum. Maður ætlar alltaf að vinna allt. Það er bara þannig.“ Sama hvaða brögðum Ponzinibbio beitti skráist það sem tap á Gunnar sem varð undir öðru sinni á ferlinum sem aðalstjarna bardagakvölds. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex, en finnur Gunnar fyrir mestu pressu ferilsins í aðdraganda þessa bardagakvölds í ljósi síðustu úrslita og stærð bardagans? „Ég hef áður tapað og komið til baka þannig mér finnst ég hafa gert ansi margt núna. Ég hef tapað og komið til baka og unnið aftur. Ég hef upplifað ýmislegt. Ég horfi bara á þetta út frá minni getur og mínum æfingum og síðan er ég bara að fara inn í bardaga,“ segir Gunnar. „Það sem gerðist áður er bara eitthvað sem maður er búinn að læra af. Ég nýtti það sem ég gat nýtt úr því og síðan er engin ástæða til að dvelja lengur við það. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég fer í þennan bardaga af fullum hug og spái ekki í því sem að áður var,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00
Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00
Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00