Skýrsla um jarðstrengskosti gæti komið Lyklafellslínu aftur á dagskrá Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2018 14:30 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í fyrradag úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu 1 á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt nægjanlega fram á að jarðstrengskostir væru ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosti framkvæmdaraðila, sem eru raflínur ofanjarðar, hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Landsnets, segir stofnunina hafa kannað alla kosti ítarlega og vonast til að viðbótaskýrsla um jarðstrengskosti sem stofnunin gaf út dugi til að gefa út nýtt leyfi. „Við skoðuðum jarðstrengskosti ansi nákvæmlega og ítarlega,“ segir Sverrir. „Það ver gerð skýrsla sem er aðgengileg á vef Landsnets sem lýsir þessu rauner hvernig þessi framkvæmd gæti litið út væri hún sett í jörðu. Þessi skýrsla var gerð fyrir rúmu ári síðan og hún kom úr í byrjun árs 2017. Hún lá þannig fyrir áður en að framkvæmdarleyfið var veitt en það sem að úrskurðarnefndin bendir réttilega á er að hún er ekki hluti af mati á umhverfisáhrifum.“ Hann segir Landsnet nú fylgja leiðbeiningum úrskurðarnefndarinnar um hvernig megi greiða úr málinu til að setja framkvæmdir aftur á dagskrá. „Við erum að skoða það hvort að það megi nýta þessa skýrslu sem liggur fyrir inn í ferlið þannig að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi aftur,“ segir Sverrir. Þá hefur Landsnet hætt öllu útboði á verkefnum í tengslum við framkvæmdina. Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. 27. mars 2018 14:15 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í fyrradag úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu 1 á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt nægjanlega fram á að jarðstrengskostir væru ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosti framkvæmdaraðila, sem eru raflínur ofanjarðar, hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Landsnets, segir stofnunina hafa kannað alla kosti ítarlega og vonast til að viðbótaskýrsla um jarðstrengskosti sem stofnunin gaf út dugi til að gefa út nýtt leyfi. „Við skoðuðum jarðstrengskosti ansi nákvæmlega og ítarlega,“ segir Sverrir. „Það ver gerð skýrsla sem er aðgengileg á vef Landsnets sem lýsir þessu rauner hvernig þessi framkvæmd gæti litið út væri hún sett í jörðu. Þessi skýrsla var gerð fyrir rúmu ári síðan og hún kom úr í byrjun árs 2017. Hún lá þannig fyrir áður en að framkvæmdarleyfið var veitt en það sem að úrskurðarnefndin bendir réttilega á er að hún er ekki hluti af mati á umhverfisáhrifum.“ Hann segir Landsnet nú fylgja leiðbeiningum úrskurðarnefndarinnar um hvernig megi greiða úr málinu til að setja framkvæmdir aftur á dagskrá. „Við erum að skoða það hvort að það megi nýta þessa skýrslu sem liggur fyrir inn í ferlið þannig að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi aftur,“ segir Sverrir. Þá hefur Landsnet hætt öllu útboði á verkefnum í tengslum við framkvæmdina.
Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. 27. mars 2018 14:15 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09
Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. 27. mars 2018 14:15