Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. mars 2018 10:00 Blikur eru á lofti hjá ferðaþjónustunni og árið gæti reynst stormasamt hjá mörgum fyrirtækjum. Vísir/GVA Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við greinina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin nýkynnta stórsókn ráðherra í uppbyggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarðaátakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferðamaðurinn gæti hæglega talist skattborgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Eyþór„Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppnisstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið-Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferðamanna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverðmætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og sameiningar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisjun á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferðamála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við greinina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin nýkynnta stórsókn ráðherra í uppbyggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarðaátakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferðamaðurinn gæti hæglega talist skattborgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Eyþór„Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppnisstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið-Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferðamanna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverðmætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og sameiningar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisjun á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferðamála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent