Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. mars 2018 10:00 Blikur eru á lofti hjá ferðaþjónustunni og árið gæti reynst stormasamt hjá mörgum fyrirtækjum. Vísir/GVA Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við greinina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin nýkynnta stórsókn ráðherra í uppbyggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarðaátakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferðamaðurinn gæti hæglega talist skattborgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Eyþór„Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppnisstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið-Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferðamanna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverðmætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og sameiningar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisjun á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferðamála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Ferðamenn greiða sitt og rúmlega það á Íslandi í dag og gæti aukin gjaldtaka reynst ferðaþjónustunni varhugaverð, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. „Það hefur legið fyrir að þeim sem starfa við greinina og hafa innsýn í þetta alla daga finnst ferðamenn vera að borga nóg,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Í grein hennar sem birtist í Fréttablaðinu í dag dregur hún upp dæmi um dæmigerðan erlendan ferðamann á Íslandi og hversu mikið hann raunverulega greiðir í hina ýmsu skatta og gjöld. Bjarnheiður segir í samtali við blaðið að frekari gjaldtaka geti reynst hættuleg á þessum tímapunkti og næstu misseri verði tíð hagræðingar og sameiningar hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Bjarnheiður segir að hin nýkynnta stórsókn ráðherra í uppbyggingu innviða gefi fyrirheit um að skilningur stjórnvalda sé að aukast á því hvað ferðamenn eru í raun að leggja til íslensks hagkerfis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra sagði í viðtali við það tilefni að milljarðaátakið væri í boði skattgreiðenda. Grein Bjarnheiðar í blaðinu í dag gæti talað beint til þeirra sem tóku þau ummæli óstinnt upp, þar sem hún bendir á að erlendi ferðamaðurinn gæti hæglega talist skattborgari enda sé hann að borga sitt og rúmlega það.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Eyþór„Ferðamenn eru að borga alls konar skatta og gjöld nú þegar og búið er að lauma inn gjöldum hér og þar. Þetta telur allt saman. Eins og staðan er núna hefur samkeppnisstaða okkar versnað gríðarlega út af gengi krónunnar og við eigum í vök að verjast á mörkuðunum. Sérstaklega á áður gjöfulum Mið-Evrópumörkuðum sem hafa verið okkar bestu markaðir undanfarna áratugi. Öll gjaldtaka fer samstundis út í verðið og samkeppnishæfni okkar skerðist. Eins og staðan er núna er „fatalt“ að fara út í einhverja gjaldtöku.“ Ljóst er að staða margra ferðaþjónustufyrirtækja er erfið og þrátt fyrir sífellt aukinn fjölda ferðamanna er það ekki að skila sér í kassa þeirra. Innan greinarinnar heyrist mikið talað um „sameiningu eða dauða“ á árinu ef ekki eigi illa að fara. Bjarnheiður segir stöðuna vissulega víða slæma. Og fjöldatölur hafi þar nákvæmlega ekkert að segja einar og sér. „Fjöldi ferðamanna hefur ekkert með afkomu fyrirtækja í greininni að gera. Ferðamenn eru misverðmætir, þannig að afkoman hefur versnað gríðarlega hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum og margt bendir til hagræðingar og sameiningar hjá þeim núna. Það er ekkert ólíklegt að það verði verulegu grisjun á þessu ári.“ Bjarnheiður segir annars jákvætt að fara eigi fram heildræn skoðun á gjaldtökumálum í Stjórnstöð ferðamála og að loks eigi að fara að skoða þessi mál frá öllum hliðum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira