Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2018 18:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. Ólafía er þar við keppni á fyrsta LPGA-risamóti ársins en á sautjándu holunni setti hún boltann beint ofan í holuna í fyrsta höggi sínu. Holan er par þrjú og 179 metrar en fyrir okkar konu var þetta lítil fyrirstaða. Algjörlega ótrúleg en annars var hringurinn hjá íþróttamanni ársins 2017 nokkuð kaflaskiptur. Hún fékk örn í tvígang og tvo fugla en skollarnir voru sex. Ólafía endaði á pari vallarins en þegar þetta er skrifað situr hún í 40. sætinu. Þetta ætti að gefa henni gott sjálfstraust fyrir morgundaginn en annar keppnisdagurinn fer fram á morgun. Þá kemur í ljós hvort að Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn en þriðji og fjórði hringurinn verða leiknir á laugardag og sunnudag. Vísir fylgist áfram vel með gangi mála á morgun. Myndband af atvikinu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Karen Sævarsdóttir lýsti þessu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. Ólafía er þar við keppni á fyrsta LPGA-risamóti ársins en á sautjándu holunni setti hún boltann beint ofan í holuna í fyrsta höggi sínu. Holan er par þrjú og 179 metrar en fyrir okkar konu var þetta lítil fyrirstaða. Algjörlega ótrúleg en annars var hringurinn hjá íþróttamanni ársins 2017 nokkuð kaflaskiptur. Hún fékk örn í tvígang og tvo fugla en skollarnir voru sex. Ólafía endaði á pari vallarins en þegar þetta er skrifað situr hún í 40. sætinu. Þetta ætti að gefa henni gott sjálfstraust fyrir morgundaginn en annar keppnisdagurinn fer fram á morgun. Þá kemur í ljós hvort að Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn en þriðji og fjórði hringurinn verða leiknir á laugardag og sunnudag. Vísir fylgist áfram vel með gangi mála á morgun. Myndband af atvikinu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Karen Sævarsdóttir lýsti þessu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti