Börnin að tapa móðurmálinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. mars 2018 07:00 Arleta og Adam fluttu hingað til lands árið 2014 og eru nú búsett á Hellu. Vísir/Stefán „Ég mun láta reyna á allt fyrir dómstólum. Ég mun gera allt sem ég get til þess að reyna að sameina þessa fjölskyldu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður foreldra sem standa frammi fyrir forsjársviptingu yfir tveimur dætrum þeirra af þremur, vegna ásakana um vanrækslu. Stúlkurnar eru sextán ára, þriggja ára og fjögurra mánaða. Tvær yngstu hafa verið teknar af foreldrum sínum, þar af var önnur þeirra aðeins tveggja daga þegar farið var með hana á annað heimili. Foreldrarnir fá að hitta börnin í einn og hálfan tíma í senn á mánaðarfresti, og að sögn Stefáns er miðjubarnið farið að tapa móðurmáli sínu. Foreldrarnir, Arleta Kilichowska og Adam Lechowicz, eru meðal annars sakaðir um að hafa í nokkur skipti sent miðjubarnið með næturbleyju á leikskólann, með þeim afleiðingum að barnið brann á bleyjusvæðinu. Arleta fullyrðir að barnið sé með viðkvæma húð og hún hafi bent leikskóla og barnavernd á það ítrekað. Þá eru börnin sögð hafa verið þreytt og gráleit í framan á morgnana, og steininn tók svo úr þegar elsta stúlkan sakaði móður sína um líkamlegt ofbeldi. Stúlkan dró þann framburð síðar til baka. Hún býr enn hjá foreldrum sínum. „Samskipti mín og elstu dóttur minnar voru oft erfið. Hún er á þeim aldri sem unglingar fara oft í uppreisn, og ég veit ég gerði mörg mistök,“ segir Arleta. Hún segir þær mæðgur hafa rifist mikið því dóttir hennar hafi stöðugt farið til Reykjavíkur í leyfisleysi. „Dóttir mín fór að segja alls konar lygasögur. En hún sá ekki að sögurnar gætu haft þessar afleiðingar.“ Stefán Karl gagnrýnir vinnubrögð Barnaverndar. Hann segist sérstaklega ósáttur við þá ákvörðun nefndarinnar að hafna beiðni um að börnin yrðu vistuð hjá föðurfjölskyldu þeirra. „Það er alltaf ástæða fyrir því að barnavernd fer út í svona mál. Það er ekki til hið fullkomna foreldri. En síðan er það spurning hvernig mál þróast. Í þessu tilviki erum við að tala um fólk sem er ekki í neyslu og á ekki við drykkjuvanda að stríða. Þau eru ekki fullkomin en þessar ásakanir og aðgerðir sem lagt er upp með eru langt frá því að vera það sem eðlilegt getur talist,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig við myndum samþykkja að svona yrði farið með íslenska ríkisborgara erlendis, að vera vistaðir í umhverfi þar sem þeir geta ekki ræktað íslenska tungu. Þetta er óskaplega ljótt mál og við myndum aldrei samþykkja svona framkomu.“ Ítarlega er rætt við foreldranna á nýjum vef Fréttablaðsins, bæði í hljóð og mynd. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Ég mun láta reyna á allt fyrir dómstólum. Ég mun gera allt sem ég get til þess að reyna að sameina þessa fjölskyldu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður foreldra sem standa frammi fyrir forsjársviptingu yfir tveimur dætrum þeirra af þremur, vegna ásakana um vanrækslu. Stúlkurnar eru sextán ára, þriggja ára og fjögurra mánaða. Tvær yngstu hafa verið teknar af foreldrum sínum, þar af var önnur þeirra aðeins tveggja daga þegar farið var með hana á annað heimili. Foreldrarnir fá að hitta börnin í einn og hálfan tíma í senn á mánaðarfresti, og að sögn Stefáns er miðjubarnið farið að tapa móðurmáli sínu. Foreldrarnir, Arleta Kilichowska og Adam Lechowicz, eru meðal annars sakaðir um að hafa í nokkur skipti sent miðjubarnið með næturbleyju á leikskólann, með þeim afleiðingum að barnið brann á bleyjusvæðinu. Arleta fullyrðir að barnið sé með viðkvæma húð og hún hafi bent leikskóla og barnavernd á það ítrekað. Þá eru börnin sögð hafa verið þreytt og gráleit í framan á morgnana, og steininn tók svo úr þegar elsta stúlkan sakaði móður sína um líkamlegt ofbeldi. Stúlkan dró þann framburð síðar til baka. Hún býr enn hjá foreldrum sínum. „Samskipti mín og elstu dóttur minnar voru oft erfið. Hún er á þeim aldri sem unglingar fara oft í uppreisn, og ég veit ég gerði mörg mistök,“ segir Arleta. Hún segir þær mæðgur hafa rifist mikið því dóttir hennar hafi stöðugt farið til Reykjavíkur í leyfisleysi. „Dóttir mín fór að segja alls konar lygasögur. En hún sá ekki að sögurnar gætu haft þessar afleiðingar.“ Stefán Karl gagnrýnir vinnubrögð Barnaverndar. Hann segist sérstaklega ósáttur við þá ákvörðun nefndarinnar að hafna beiðni um að börnin yrðu vistuð hjá föðurfjölskyldu þeirra. „Það er alltaf ástæða fyrir því að barnavernd fer út í svona mál. Það er ekki til hið fullkomna foreldri. En síðan er það spurning hvernig mál þróast. Í þessu tilviki erum við að tala um fólk sem er ekki í neyslu og á ekki við drykkjuvanda að stríða. Þau eru ekki fullkomin en þessar ásakanir og aðgerðir sem lagt er upp með eru langt frá því að vera það sem eðlilegt getur talist,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig við myndum samþykkja að svona yrði farið með íslenska ríkisborgara erlendis, að vera vistaðir í umhverfi þar sem þeir geta ekki ræktað íslenska tungu. Þetta er óskaplega ljótt mál og við myndum aldrei samþykkja svona framkomu.“ Ítarlega er rætt við foreldranna á nýjum vef Fréttablaðsins, bæði í hljóð og mynd.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira