Börnin að tapa móðurmálinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. mars 2018 07:00 Arleta og Adam fluttu hingað til lands árið 2014 og eru nú búsett á Hellu. Vísir/Stefán „Ég mun láta reyna á allt fyrir dómstólum. Ég mun gera allt sem ég get til þess að reyna að sameina þessa fjölskyldu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður foreldra sem standa frammi fyrir forsjársviptingu yfir tveimur dætrum þeirra af þremur, vegna ásakana um vanrækslu. Stúlkurnar eru sextán ára, þriggja ára og fjögurra mánaða. Tvær yngstu hafa verið teknar af foreldrum sínum, þar af var önnur þeirra aðeins tveggja daga þegar farið var með hana á annað heimili. Foreldrarnir fá að hitta börnin í einn og hálfan tíma í senn á mánaðarfresti, og að sögn Stefáns er miðjubarnið farið að tapa móðurmáli sínu. Foreldrarnir, Arleta Kilichowska og Adam Lechowicz, eru meðal annars sakaðir um að hafa í nokkur skipti sent miðjubarnið með næturbleyju á leikskólann, með þeim afleiðingum að barnið brann á bleyjusvæðinu. Arleta fullyrðir að barnið sé með viðkvæma húð og hún hafi bent leikskóla og barnavernd á það ítrekað. Þá eru börnin sögð hafa verið þreytt og gráleit í framan á morgnana, og steininn tók svo úr þegar elsta stúlkan sakaði móður sína um líkamlegt ofbeldi. Stúlkan dró þann framburð síðar til baka. Hún býr enn hjá foreldrum sínum. „Samskipti mín og elstu dóttur minnar voru oft erfið. Hún er á þeim aldri sem unglingar fara oft í uppreisn, og ég veit ég gerði mörg mistök,“ segir Arleta. Hún segir þær mæðgur hafa rifist mikið því dóttir hennar hafi stöðugt farið til Reykjavíkur í leyfisleysi. „Dóttir mín fór að segja alls konar lygasögur. En hún sá ekki að sögurnar gætu haft þessar afleiðingar.“ Stefán Karl gagnrýnir vinnubrögð Barnaverndar. Hann segist sérstaklega ósáttur við þá ákvörðun nefndarinnar að hafna beiðni um að börnin yrðu vistuð hjá föðurfjölskyldu þeirra. „Það er alltaf ástæða fyrir því að barnavernd fer út í svona mál. Það er ekki til hið fullkomna foreldri. En síðan er það spurning hvernig mál þróast. Í þessu tilviki erum við að tala um fólk sem er ekki í neyslu og á ekki við drykkjuvanda að stríða. Þau eru ekki fullkomin en þessar ásakanir og aðgerðir sem lagt er upp með eru langt frá því að vera það sem eðlilegt getur talist,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig við myndum samþykkja að svona yrði farið með íslenska ríkisborgara erlendis, að vera vistaðir í umhverfi þar sem þeir geta ekki ræktað íslenska tungu. Þetta er óskaplega ljótt mál og við myndum aldrei samþykkja svona framkomu.“ Ítarlega er rætt við foreldranna á nýjum vef Fréttablaðsins, bæði í hljóð og mynd. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Ég mun láta reyna á allt fyrir dómstólum. Ég mun gera allt sem ég get til þess að reyna að sameina þessa fjölskyldu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður foreldra sem standa frammi fyrir forsjársviptingu yfir tveimur dætrum þeirra af þremur, vegna ásakana um vanrækslu. Stúlkurnar eru sextán ára, þriggja ára og fjögurra mánaða. Tvær yngstu hafa verið teknar af foreldrum sínum, þar af var önnur þeirra aðeins tveggja daga þegar farið var með hana á annað heimili. Foreldrarnir fá að hitta börnin í einn og hálfan tíma í senn á mánaðarfresti, og að sögn Stefáns er miðjubarnið farið að tapa móðurmáli sínu. Foreldrarnir, Arleta Kilichowska og Adam Lechowicz, eru meðal annars sakaðir um að hafa í nokkur skipti sent miðjubarnið með næturbleyju á leikskólann, með þeim afleiðingum að barnið brann á bleyjusvæðinu. Arleta fullyrðir að barnið sé með viðkvæma húð og hún hafi bent leikskóla og barnavernd á það ítrekað. Þá eru börnin sögð hafa verið þreytt og gráleit í framan á morgnana, og steininn tók svo úr þegar elsta stúlkan sakaði móður sína um líkamlegt ofbeldi. Stúlkan dró þann framburð síðar til baka. Hún býr enn hjá foreldrum sínum. „Samskipti mín og elstu dóttur minnar voru oft erfið. Hún er á þeim aldri sem unglingar fara oft í uppreisn, og ég veit ég gerði mörg mistök,“ segir Arleta. Hún segir þær mæðgur hafa rifist mikið því dóttir hennar hafi stöðugt farið til Reykjavíkur í leyfisleysi. „Dóttir mín fór að segja alls konar lygasögur. En hún sá ekki að sögurnar gætu haft þessar afleiðingar.“ Stefán Karl gagnrýnir vinnubrögð Barnaverndar. Hann segist sérstaklega ósáttur við þá ákvörðun nefndarinnar að hafna beiðni um að börnin yrðu vistuð hjá föðurfjölskyldu þeirra. „Það er alltaf ástæða fyrir því að barnavernd fer út í svona mál. Það er ekki til hið fullkomna foreldri. En síðan er það spurning hvernig mál þróast. Í þessu tilviki erum við að tala um fólk sem er ekki í neyslu og á ekki við drykkjuvanda að stríða. Þau eru ekki fullkomin en þessar ásakanir og aðgerðir sem lagt er upp með eru langt frá því að vera það sem eðlilegt getur talist,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig við myndum samþykkja að svona yrði farið með íslenska ríkisborgara erlendis, að vera vistaðir í umhverfi þar sem þeir geta ekki ræktað íslenska tungu. Þetta er óskaplega ljótt mál og við myndum aldrei samþykkja svona framkomu.“ Ítarlega er rætt við foreldranna á nýjum vef Fréttablaðsins, bæði í hljóð og mynd.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira