King er besti varnarmaður Domino's deildarinnar: „Góðar líkur á að ég verði áfram“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 13:30 Urald King. Vísri/Andri Marinó Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu varnarmann seinni hlutans.King hefur verið frábær í Valsliðinu í veturskjáskotÞá útnefningu hlaut Valsmaðurinn Urald King, en hann var líka valinn besti varnarmaður seinni hlutans og er því varnarmaður deildarkeppninnar. Bandaríkjamaðurinn mætti í settið hjá strákunum í gær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og leiða aðra þannig áfram, í stað þess að skipa félögunum að taka fráköst eða hvað sem er án þess að gera það sjálfur,“ sagði King. „Með því þá treysta leikmennirnir mér betur og við getum spilað betur saman sem lið.“Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri MarinóValur var nýliði í Domino's deildinni á þessu tímabili og náði að halda sæti sínu í deild þeirra bestu án þess að vera með stórstjörnur innanborðs. King sagði það að miklu leiti vera vegna þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og metnaðarins og hugmyndafræðinnar sem hann hefur. „Ef hann segir ykkur að hann hafi verið góður í körfubolta, þá er það algjör vitleysa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hló við og Fannar Ólafsson bætti við að Ágúst væri mjög lítill leikmaður, en hann hafði haft orð á því áður að King væri eins stór og hann segðist vera, ólíkt mörgum Bandaríkjamönnum sem koma til Íslands. „Gústi hann tróð nú á æfingu hjá okkur um daginn,“ sagði King þá en Fannar tók það ekki í mál. „Við byggjum á því að gefa alltaf allt sem við eigum í leikina og æfingar. Við vissum að mörg lið myndu ekki endilega sýna okkur virðingu þar sem við værum litla liðið svo við þurftum að fara og vinna okkur inn virðingu hinna liðanna,“ sagði King. „Þar sem við erum ekki bestir á pappírnum þá viljum við vera á fullu í vörninna og mæta á fullu í alla leiki.“King ræddi við Teit Örlygsson, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's KörfuboltakvöldiskjáskotKing er með frábæra tölfræði, hann er efstur allra í deildinni í fráköstum að meðaltali í leik með 15 stykki og er hæstur í meðalframlagi, 31,5 framlagspunktur í leik, og ver flest skot af öllum í deildinni. „Þegar ég var yngri var ég ekki sá besti tæknilega séð svo ég vissi að ég þyrfti að gefa mitt allt besta í þessu, taka alla lausa bolta, rífa niður fráköst, og þegar tæknin kom þá var þessi varnargrunnur alltaf til staðar.“ King var með Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og þeir sýndu honum ákveðið traust í því að halda honum þetta tímabilið og fengu það svo sannarlega greitt til baka. En hvað með næsta tímabil? „Ég veit það ekki alveg. Ég hlakka mjög til að fara í frí og hvíla mig. En ég elska að vera hluti af þessu Valsliði og ég elska Ísland. Það er frábært hversu vel allir hafa tekið á móti mér og ég myndi segja að það séu góðar líkur á að ég verði hér áfram,“ sagði Urald King. Spjall strákanna við Urald King má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu varnarmann seinni hlutans.King hefur verið frábær í Valsliðinu í veturskjáskotÞá útnefningu hlaut Valsmaðurinn Urald King, en hann var líka valinn besti varnarmaður seinni hlutans og er því varnarmaður deildarkeppninnar. Bandaríkjamaðurinn mætti í settið hjá strákunum í gær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég vil gera hlutina sjálfur og leiða aðra þannig áfram, í stað þess að skipa félögunum að taka fráköst eða hvað sem er án þess að gera það sjálfur,“ sagði King. „Með því þá treysta leikmennirnir mér betur og við getum spilað betur saman sem lið.“Ágúst Björgvinsson og Urald King.Vísri/Andri MarinóValur var nýliði í Domino's deildinni á þessu tímabili og náði að halda sæti sínu í deild þeirra bestu án þess að vera með stórstjörnur innanborðs. King sagði það að miklu leiti vera vegna þjálfarans Ágústs Björgvinssonar og metnaðarins og hugmyndafræðinnar sem hann hefur. „Ef hann segir ykkur að hann hafi verið góður í körfubolta, þá er það algjör vitleysa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson og hló við og Fannar Ólafsson bætti við að Ágúst væri mjög lítill leikmaður, en hann hafði haft orð á því áður að King væri eins stór og hann segðist vera, ólíkt mörgum Bandaríkjamönnum sem koma til Íslands. „Gústi hann tróð nú á æfingu hjá okkur um daginn,“ sagði King þá en Fannar tók það ekki í mál. „Við byggjum á því að gefa alltaf allt sem við eigum í leikina og æfingar. Við vissum að mörg lið myndu ekki endilega sýna okkur virðingu þar sem við værum litla liðið svo við þurftum að fara og vinna okkur inn virðingu hinna liðanna,“ sagði King. „Þar sem við erum ekki bestir á pappírnum þá viljum við vera á fullu í vörninna og mæta á fullu í alla leiki.“King ræddi við Teit Örlygsson, Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson í Domino's KörfuboltakvöldiskjáskotKing er með frábæra tölfræði, hann er efstur allra í deildinni í fráköstum að meðaltali í leik með 15 stykki og er hæstur í meðalframlagi, 31,5 framlagspunktur í leik, og ver flest skot af öllum í deildinni. „Þegar ég var yngri var ég ekki sá besti tæknilega séð svo ég vissi að ég þyrfti að gefa mitt allt besta í þessu, taka alla lausa bolta, rífa niður fráköst, og þegar tæknin kom þá var þessi varnargrunnur alltaf til staðar.“ King var með Valsmönnum í 1. deildinni í fyrra og þeir sýndu honum ákveðið traust í því að halda honum þetta tímabilið og fengu það svo sannarlega greitt til baka. En hvað með næsta tímabil? „Ég veit það ekki alveg. Ég hlakka mjög til að fara í frí og hvíla mig. En ég elska að vera hluti af þessu Valsliði og ég elska Ísland. Það er frábært hversu vel allir hafa tekið á móti mér og ég myndi segja að það séu góðar líkur á að ég verði hér áfram,“ sagði Urald King. Spjall strákanna við Urald King má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira