„Selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2018 13:14 Ágúst Ólafur Ágústsson. Vísir/Stefán Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þá þingmenn Vinstri grænna sem kusu gegn vantrauststillögu á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hann segir afstöðu þeirra þingmanna VG sem greiddu atkvæði með tillögunni meira í ætt við stefnu flokksins en þeirra sem greiddu atkvæði gegn. „Við sjáum skoðanakönnun þar sem 92 prósent af kjósendum Vinstri grænna vilja að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Afstaða Rósu Bjarkar og Andrésar er í fullkomnu samræmi við vilja kjósenda Vinsti grænna,“ sagði Ágúst sem var gestur í Víglínunni ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni VG, sem kaus með tillögunni. Þar ræddu þau vantrauststillögunna sem felld var með 33 atkvæðum gegn 29 í vikunni. Andrés og Rósa Björk hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki greitt atkvæði gegn tillögunni, líkt og aðrir stjórnarþingmenn gerðu. Sagði þingflokksformaður VG að afstaða þeirra væri visst áfall. Ágúst gaf lítið fyrir þessa gagnrýni og sagði afstöðuna endurspegla stefnu VG, það væri þingflokkurinn sem væri að ganga gegn stefnu flokksins til þess að ganga úr skugga um að ríkisstjórnin héldi. „Þess vegna er þetta enn eitt dæmi um að menn selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla,“ sagði Ágúst sem nefndi einnig að athyglisvert væri að hlusta á forsvarsmenn VG tala fyrir nýrri fjármálastefnu sem væri að hans mati afar keimlík fjármálaætlun Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sátu í síðustu ríkisstjórn. „Nú gera þær lítisháttar breytingar og þá er það allt í einu orðið góð stefna. Þess vegna hef ég verið svolítið gagnrýninn á vini mína í Vinstri grænum, til hvers var barist eiginlega? Til hvers voruð þið að fara í þessa ríkisstjórn, sérstaklega ef maður fer aftur í tímann þar sem það var annar valkostur á borðinu. Þess vegna er maður ósáttur við þetta val Vinstri grænna að fara í þetta samkrull með Sjálfstæðisflokknum.“ Víglínan Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þá þingmenn Vinstri grænna sem kusu gegn vantrauststillögu á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hann segir afstöðu þeirra þingmanna VG sem greiddu atkvæði með tillögunni meira í ætt við stefnu flokksins en þeirra sem greiddu atkvæði gegn. „Við sjáum skoðanakönnun þar sem 92 prósent af kjósendum Vinstri grænna vilja að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Afstaða Rósu Bjarkar og Andrésar er í fullkomnu samræmi við vilja kjósenda Vinsti grænna,“ sagði Ágúst sem var gestur í Víglínunni ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni VG, sem kaus með tillögunni. Þar ræddu þau vantrauststillögunna sem felld var með 33 atkvæðum gegn 29 í vikunni. Andrés og Rósa Björk hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki greitt atkvæði gegn tillögunni, líkt og aðrir stjórnarþingmenn gerðu. Sagði þingflokksformaður VG að afstaða þeirra væri visst áfall. Ágúst gaf lítið fyrir þessa gagnrýni og sagði afstöðuna endurspegla stefnu VG, það væri þingflokkurinn sem væri að ganga gegn stefnu flokksins til þess að ganga úr skugga um að ríkisstjórnin héldi. „Þess vegna er þetta enn eitt dæmi um að menn selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla,“ sagði Ágúst sem nefndi einnig að athyglisvert væri að hlusta á forsvarsmenn VG tala fyrir nýrri fjármálastefnu sem væri að hans mati afar keimlík fjármálaætlun Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sátu í síðustu ríkisstjórn. „Nú gera þær lítisháttar breytingar og þá er það allt í einu orðið góð stefna. Þess vegna hef ég verið svolítið gagnrýninn á vini mína í Vinstri grænum, til hvers var barist eiginlega? Til hvers voruð þið að fara í þessa ríkisstjórn, sérstaklega ef maður fer aftur í tímann þar sem það var annar valkostur á borðinu. Þess vegna er maður ósáttur við þetta val Vinstri grænna að fara í þetta samkrull með Sjálfstæðisflokknum.“
Víglínan Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30