Innlent

Húsleitir vegna tölvustuldar úr gagnaverum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Búnaðurinn er enn ófundinn.
Búnaðurinn er enn ófundinn. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum hefur með aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra ráðist í húsleitir vegna rannsóknar á umfangsmiklum tölvubúnaðarstuldi úr gagnaverum.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í gær hafi verið ráðist í húsleit á iðnaðarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem tugir tölva voru innandyra. Þær reyndust þó ekki vera hluti af þeim búnaði sem stolið var úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar.

Tíu manns voru færðir til skýrslutöku vegna gruns um aðild að málinu. Í tilkynningunni segir að tveir þeirra hafi reynst án atvinnuleyfis hér á landi auk þess sem fleiri atriðum hafi verið ábótavant, þar á meðal húsaleigumál.

Sem fyrr segir er tölvubúnaðurinn ófundinn og heldur rannsókn málsins áfram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×