Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar (MMS) um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. Í vikunni þreyttu nemar í 9. bekk samræmd próf en tölvukerfi MMS réði ekki við álagið sem hlaust af próftöku í ensku og íslensku. Aðeins stærðfræðiprófið gekk snurðulaust fyrir sig. Fulltrúar hagsmunaaðila munu funda í menntamálaráðuneytinu vegna málsins á miðvikudag. „Við erum að kanna hver lagaleg staða þessara prófa er en í vinnslu eru lögfræðiálit hvað það varðar. Meginmarkmiðið er að við getum eftir samráðsfundinn skýrt stöðu og gildi þessara prófa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi,“ segir Lilja. Þorsteinn Sæberg, formaður Félags skólastjórnenda, segir við Fréttablaðið að hann telji ekki ástæðu til að börnin taki prófin á nýjan leik. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það verður einhver uppákoma í kringum samræmda próftöku. Þetta er í raun óásættanlegt klúður. Ég efa ekki að ráðherra skoði þetta mál sérstaklega. Hún lýsti því yfir að hún hefði verulegar áhyggjur af þessari framkvæmd og ég deili þeim áhyggjum með henni,“ segir Þorsteinn. Lilja segir að ráðuneytið muni ekki hafa álit á neinum tillögum fyrr en stöðumat liggi fyrir. Réttindi og staða nemenda, með hagsmuni þeirra að meginmarkmiði, sé forgangsatriði. „Við erum að fara yfir hvað fór úrskeiðis og hver ber ábyrgðina á því. Brýnast er núna að endurvinna traust á MMS og ráðuneytið er að vinna að aðgerðum sem miða að því marki,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar (MMS) um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. Í vikunni þreyttu nemar í 9. bekk samræmd próf en tölvukerfi MMS réði ekki við álagið sem hlaust af próftöku í ensku og íslensku. Aðeins stærðfræðiprófið gekk snurðulaust fyrir sig. Fulltrúar hagsmunaaðila munu funda í menntamálaráðuneytinu vegna málsins á miðvikudag. „Við erum að kanna hver lagaleg staða þessara prófa er en í vinnslu eru lögfræðiálit hvað það varðar. Meginmarkmiðið er að við getum eftir samráðsfundinn skýrt stöðu og gildi þessara prófa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi,“ segir Lilja. Þorsteinn Sæberg, formaður Félags skólastjórnenda, segir við Fréttablaðið að hann telji ekki ástæðu til að börnin taki prófin á nýjan leik. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það verður einhver uppákoma í kringum samræmda próftöku. Þetta er í raun óásættanlegt klúður. Ég efa ekki að ráðherra skoði þetta mál sérstaklega. Hún lýsti því yfir að hún hefði verulegar áhyggjur af þessari framkvæmd og ég deili þeim áhyggjum með henni,“ segir Þorsteinn. Lilja segir að ráðuneytið muni ekki hafa álit á neinum tillögum fyrr en stöðumat liggi fyrir. Réttindi og staða nemenda, með hagsmuni þeirra að meginmarkmiði, sé forgangsatriði. „Við erum að fara yfir hvað fór úrskeiðis og hver ber ábyrgðina á því. Brýnast er núna að endurvinna traust á MMS og ráðuneytið er að vinna að aðgerðum sem miða að því marki,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33