Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2018 14:30 Eyjamenn brosmildir á gólfinu í Laugardalshöll. Sigurður Bragason er annar frá hægri og Theodór númer 23 í neðri röð. Vísir/Valli Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV í handbolta og fyrrverandi leikmaður félagsins, var færður í fangageymslur í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudags vegna gruns um líkamsárás á lykilmann liðsins, hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson. ÍBV vann öruggan átta marka sigur á Fram í úrslitaleik bikarsins á laugardaginn og voru fagnaðarlætin í Laugardalshöll mikil. Theodór var í lykilhlutverki, eins og í undanúrslitunum gegn Haukum á föstudag, og skoraði sjö mörk í leiknum. Fóru Eyjamenn til Heimaeyjar eftir leik þar sem fögnuður hélt áfram fram á nótt. Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir í samtali við Vísi að karlmaður hafi verið handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna mögulegrar líkamsárásar og gist fangageymslur. Honum var sleppt eftir skýrslutöku á sunnudeginum. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hornamaðurinn skurð fyrir ofan augað vinstra megin. Ber hann þess merki en hann þurfti að leita aðstoðar læknis til að hlúa að sárununum. Ekki hefur náðst í Írisi Róbertsdóttur, formann ÍBV, Karl Haraldsson, formann handknattleiksdeildar eða Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV, í morgun þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Íslenski handboltinn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV í handbolta og fyrrverandi leikmaður félagsins, var færður í fangageymslur í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudags vegna gruns um líkamsárás á lykilmann liðsins, hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson. ÍBV vann öruggan átta marka sigur á Fram í úrslitaleik bikarsins á laugardaginn og voru fagnaðarlætin í Laugardalshöll mikil. Theodór var í lykilhlutverki, eins og í undanúrslitunum gegn Haukum á föstudag, og skoraði sjö mörk í leiknum. Fóru Eyjamenn til Heimaeyjar eftir leik þar sem fögnuður hélt áfram fram á nótt. Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir í samtali við Vísi að karlmaður hafi verið handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna mögulegrar líkamsárásar og gist fangageymslur. Honum var sleppt eftir skýrslutöku á sunnudeginum. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hornamaðurinn skurð fyrir ofan augað vinstra megin. Ber hann þess merki en hann þurfti að leita aðstoðar læknis til að hlúa að sárununum. Ekki hefur náðst í Írisi Róbertsdóttur, formann ÍBV, Karl Haraldsson, formann handknattleiksdeildar eða Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV, í morgun þrátt fyrir endurteknar tilraunir.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira