Stundarritstjóri hjólar í dómara Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í dómsal. Vísir/Elín Landsréttur hefur fellt úr gildi 1,5 milljónar málskostnaðartryggingu sem Héraðsdómur Reykjavíkur gerði Emmu Caroline Fernandez að setja að kröfu Hjálmars Friðrikssonar og Stundarinnar. Emma, sem er læknir, var 2016 í Ungverjalandi dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa byrlað skólasystur sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Árangurslaust fjárnám var gert hjá Emmu í upphafi árs. Mál hafa verið höfðuð gegn henni vegna vanskila. Því féllst héraðsdómari á kröfu Stundarinnar um málskostnaðartryggingu. Í úrskurði Landsréttar segir að þótt Emma sé líklega ekki borgunarmaður málskostnaðar, tapi hún málinu, þá myndi tryggingin takmarka stjórnarskrárvarinn rétt hennar til að fá lausn fyrir dómstólum. Var einnig vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. „Dómarinn í málinu er Jón Finnbjörnsson, sem Stundin hefur fjallað ítrekað um, vegna þess að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ákvað að skipa hann dómara þótt hann væri metinn 30. hæfasti umsækjandinn, langt frá þeim fimmtán hæfustu sem óháð dómnefnd valdi. Hann er eiginmaður fyrrverandi samstarfskonu dómsmálaráðherrans til margra ára, sama ráðherra og skipaði hann með ólögmætum hætti,“ skrifar Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, á Facebook vegna málsins. „Þetta er annað málið sem sami dómari dæmir gegn Stundinni á innan við ári, eftir að umræður hófust um skipun hans,“ bætir Jón við. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi 1,5 milljónar málskostnaðartryggingu sem Héraðsdómur Reykjavíkur gerði Emmu Caroline Fernandez að setja að kröfu Hjálmars Friðrikssonar og Stundarinnar. Emma, sem er læknir, var 2016 í Ungverjalandi dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa byrlað skólasystur sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Árangurslaust fjárnám var gert hjá Emmu í upphafi árs. Mál hafa verið höfðuð gegn henni vegna vanskila. Því féllst héraðsdómari á kröfu Stundarinnar um málskostnaðartryggingu. Í úrskurði Landsréttar segir að þótt Emma sé líklega ekki borgunarmaður málskostnaðar, tapi hún málinu, þá myndi tryggingin takmarka stjórnarskrárvarinn rétt hennar til að fá lausn fyrir dómstólum. Var einnig vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. „Dómarinn í málinu er Jón Finnbjörnsson, sem Stundin hefur fjallað ítrekað um, vegna þess að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ákvað að skipa hann dómara þótt hann væri metinn 30. hæfasti umsækjandinn, langt frá þeim fimmtán hæfustu sem óháð dómnefnd valdi. Hann er eiginmaður fyrrverandi samstarfskonu dómsmálaráðherrans til margra ára, sama ráðherra og skipaði hann með ólögmætum hætti,“ skrifar Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, á Facebook vegna málsins. „Þetta er annað málið sem sami dómari dæmir gegn Stundinni á innan við ári, eftir að umræður hófust um skipun hans,“ bætir Jón við.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira