Íslandi spáð hraksmánarlegri útreið í Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2018 11:41 Ari Ólafsson á sviði í úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll í kvöld. RÚV Íslenskir Eurovision-aðdáendur eru hugsanlega að vakna upp við vondan draum. Our Choice með hinum afar geðþekka Ara Ólafssyni, framlag okkar til söngvakeppninnar einu sönnu, er ekki hátt skrifað í veðbönkum. RÚV, sem stendur að og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni, sem fram fer í Portúgal 8. til 12. maí, greinir frá þessu nú í morgun. Jóhann Hlíðar fréttamaður reynir þó að hugga lesendur sína með því að benda á að rétt sé að taka fram að „líkur veðbanka geta tekið stórfelldum breytingum á þeim tæpu tveimur mánuðum sem eru til keppninnar“.Felix Bergsson er yfirmaður Eurovisionmála Ríkisútvarpsins en nú stefnir því miður í að íslenski hópurinn sé að fara sneypuför til Portúgal.visir/heiðaEn, á Eurovisionworld.com er saman dregið hvaða líkur liggja til grundvallar 14 veðbönkum, sé litið til hvers lands um sig og samanlagt er Ísland í 43. og neðsta sæti keppninnar. Af þessum 14 veðbönkum eru 11 sem setja Ara okkar Ólafsson og Our Choice í neðsta sæti. Ísrael, sem oft hefur vegnað vel í þessari keppni, er með sterkt framlag að mati sérfróðra veðbankamanna og er þeim spáð sigri nú með lagi sem heitir Toy í flutningi Netta Barzilai. „Eistland og Tékkland koma svo í 2. og 3. sæti. Af lögum Norðurlanda stendur það sænska best að vígi, það er í 7. sæti.,“ segir í frétt RÚV. Vísir reyndi að ná tali af Felix Bergssyni, sem er yfirmaður Eurovision-mála hjá Ríkisútvarpinu, til að bera undir hann þessa skelfilegu stöðu en án árangurs. Eurovision Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira
Íslenskir Eurovision-aðdáendur eru hugsanlega að vakna upp við vondan draum. Our Choice með hinum afar geðþekka Ara Ólafssyni, framlag okkar til söngvakeppninnar einu sönnu, er ekki hátt skrifað í veðbönkum. RÚV, sem stendur að og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni, sem fram fer í Portúgal 8. til 12. maí, greinir frá þessu nú í morgun. Jóhann Hlíðar fréttamaður reynir þó að hugga lesendur sína með því að benda á að rétt sé að taka fram að „líkur veðbanka geta tekið stórfelldum breytingum á þeim tæpu tveimur mánuðum sem eru til keppninnar“.Felix Bergsson er yfirmaður Eurovisionmála Ríkisútvarpsins en nú stefnir því miður í að íslenski hópurinn sé að fara sneypuför til Portúgal.visir/heiðaEn, á Eurovisionworld.com er saman dregið hvaða líkur liggja til grundvallar 14 veðbönkum, sé litið til hvers lands um sig og samanlagt er Ísland í 43. og neðsta sæti keppninnar. Af þessum 14 veðbönkum eru 11 sem setja Ara okkar Ólafsson og Our Choice í neðsta sæti. Ísrael, sem oft hefur vegnað vel í þessari keppni, er með sterkt framlag að mati sérfróðra veðbankamanna og er þeim spáð sigri nú með lagi sem heitir Toy í flutningi Netta Barzilai. „Eistland og Tékkland koma svo í 2. og 3. sæti. Af lögum Norðurlanda stendur það sænska best að vígi, það er í 7. sæti.,“ segir í frétt RÚV. Vísir reyndi að ná tali af Felix Bergssyni, sem er yfirmaður Eurovision-mála hjá Ríkisútvarpinu, til að bera undir hann þessa skelfilegu stöðu en án árangurs.
Eurovision Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira