Íslandi spáð hraksmánarlegri útreið í Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2018 11:41 Ari Ólafsson á sviði í úrslitum Söngvakeppninnar í Laugardalshöll í kvöld. RÚV Íslenskir Eurovision-aðdáendur eru hugsanlega að vakna upp við vondan draum. Our Choice með hinum afar geðþekka Ara Ólafssyni, framlag okkar til söngvakeppninnar einu sönnu, er ekki hátt skrifað í veðbönkum. RÚV, sem stendur að og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni, sem fram fer í Portúgal 8. til 12. maí, greinir frá þessu nú í morgun. Jóhann Hlíðar fréttamaður reynir þó að hugga lesendur sína með því að benda á að rétt sé að taka fram að „líkur veðbanka geta tekið stórfelldum breytingum á þeim tæpu tveimur mánuðum sem eru til keppninnar“.Felix Bergsson er yfirmaður Eurovisionmála Ríkisútvarpsins en nú stefnir því miður í að íslenski hópurinn sé að fara sneypuför til Portúgal.visir/heiðaEn, á Eurovisionworld.com er saman dregið hvaða líkur liggja til grundvallar 14 veðbönkum, sé litið til hvers lands um sig og samanlagt er Ísland í 43. og neðsta sæti keppninnar. Af þessum 14 veðbönkum eru 11 sem setja Ara okkar Ólafsson og Our Choice í neðsta sæti. Ísrael, sem oft hefur vegnað vel í þessari keppni, er með sterkt framlag að mati sérfróðra veðbankamanna og er þeim spáð sigri nú með lagi sem heitir Toy í flutningi Netta Barzilai. „Eistland og Tékkland koma svo í 2. og 3. sæti. Af lögum Norðurlanda stendur það sænska best að vígi, það er í 7. sæti.,“ segir í frétt RÚV. Vísir reyndi að ná tali af Felix Bergssyni, sem er yfirmaður Eurovision-mála hjá Ríkisútvarpinu, til að bera undir hann þessa skelfilegu stöðu en án árangurs. Eurovision Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Dusta rykið af danssokkunum Tónlist Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Íslenskir Eurovision-aðdáendur eru hugsanlega að vakna upp við vondan draum. Our Choice með hinum afar geðþekka Ara Ólafssyni, framlag okkar til söngvakeppninnar einu sönnu, er ekki hátt skrifað í veðbönkum. RÚV, sem stendur að og heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni, sem fram fer í Portúgal 8. til 12. maí, greinir frá þessu nú í morgun. Jóhann Hlíðar fréttamaður reynir þó að hugga lesendur sína með því að benda á að rétt sé að taka fram að „líkur veðbanka geta tekið stórfelldum breytingum á þeim tæpu tveimur mánuðum sem eru til keppninnar“.Felix Bergsson er yfirmaður Eurovisionmála Ríkisútvarpsins en nú stefnir því miður í að íslenski hópurinn sé að fara sneypuför til Portúgal.visir/heiðaEn, á Eurovisionworld.com er saman dregið hvaða líkur liggja til grundvallar 14 veðbönkum, sé litið til hvers lands um sig og samanlagt er Ísland í 43. og neðsta sæti keppninnar. Af þessum 14 veðbönkum eru 11 sem setja Ara okkar Ólafsson og Our Choice í neðsta sæti. Ísrael, sem oft hefur vegnað vel í þessari keppni, er með sterkt framlag að mati sérfróðra veðbankamanna og er þeim spáð sigri nú með lagi sem heitir Toy í flutningi Netta Barzilai. „Eistland og Tékkland koma svo í 2. og 3. sæti. Af lögum Norðurlanda stendur það sænska best að vígi, það er í 7. sæti.,“ segir í frétt RÚV. Vísir reyndi að ná tali af Felix Bergssyni, sem er yfirmaður Eurovision-mála hjá Ríkisútvarpinu, til að bera undir hann þessa skelfilegu stöðu en án árangurs.
Eurovision Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Dusta rykið af danssokkunum Tónlist Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira