Segja að síðasta þáttaröðin muni ekki valda vonbrigðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 15:03 Nikolaj Coster-Waldau og Jerome Flynn í Game of Thrones. IMDB Yfirmenn HBO segja að síðasta þáttaröð Game of Thrones muni ekki valda vonbrigðum. Þetta kom fram á ráðstefnu í Ísrael þar sem forsvarsmenn þáttanna ræddu þá og nýlegan handritalestur. „Þetta var mjög kraftmikil stund,“ sagði Francesca Orsi, yfirmaður dramadeildar HBO, við Variety „Enginn leikari hafði séð handritið og svo byrjuðu þau að falla eitt af öðru.“Casey Bloys, yfirmaður dagskrárgerðar HBO, bætti við að eftir lesturinn hafi leikarar og starfsmenn fagnað ákaft í allt að tuttugu mínútur. „Þetta var stórkostlegt. Undir lokin voru allir með tár í augunum.“ Það er því ljóst að margar af helstu sögupersónum Game of Thrones munu deyja. Stóru spurningarnar eru þó; hverjir og hvernig?Sjá einnig: Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of ThronesBloys ræddi einnig komandi þáttaraðir sem munu einnig byggja á A Song of Ice and Fire bókunum. Þær verða þrjár til fimm. Orsi hét því að HBO myndi halda sömu gæðunum við framleiðslu þáttanna og að þeir myndu ekki gefa Game of Thrones neitt eftir. Leikarinn Iain Glen, sem leikur Jorah Mormont, var nýlega í viðtali hjá India Today. Þar sagði hann að réttast væri fyrir áhorfendur Game of Thrones að vera á tánum. „Alltaf búast við hinu óvænta. Það er það sem virkar fyrir þessa þætti og áttunda þáttaröð er full af óvæntum atriðum,“ sagði Glen. Hann bætti einnig við að stærð og umfang framleiðslu þáttaraðarinnar væri á stigi sem aldrei hefði sést í sjónvarpi áður. „Þetta er stærsti sjónvarpsþáttur sögunnar og síðasta þáttaröðin mun endurspegla það.“Endum þetta svo á leiðindum. Það eru líklega minnst fjórtán mánuðir í að þættirnir verða sýndir. Game of Thrones Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Yfirmenn HBO segja að síðasta þáttaröð Game of Thrones muni ekki valda vonbrigðum. Þetta kom fram á ráðstefnu í Ísrael þar sem forsvarsmenn þáttanna ræddu þá og nýlegan handritalestur. „Þetta var mjög kraftmikil stund,“ sagði Francesca Orsi, yfirmaður dramadeildar HBO, við Variety „Enginn leikari hafði séð handritið og svo byrjuðu þau að falla eitt af öðru.“Casey Bloys, yfirmaður dagskrárgerðar HBO, bætti við að eftir lesturinn hafi leikarar og starfsmenn fagnað ákaft í allt að tuttugu mínútur. „Þetta var stórkostlegt. Undir lokin voru allir með tár í augunum.“ Það er því ljóst að margar af helstu sögupersónum Game of Thrones munu deyja. Stóru spurningarnar eru þó; hverjir og hvernig?Sjá einnig: Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of ThronesBloys ræddi einnig komandi þáttaraðir sem munu einnig byggja á A Song of Ice and Fire bókunum. Þær verða þrjár til fimm. Orsi hét því að HBO myndi halda sömu gæðunum við framleiðslu þáttanna og að þeir myndu ekki gefa Game of Thrones neitt eftir. Leikarinn Iain Glen, sem leikur Jorah Mormont, var nýlega í viðtali hjá India Today. Þar sagði hann að réttast væri fyrir áhorfendur Game of Thrones að vera á tánum. „Alltaf búast við hinu óvænta. Það er það sem virkar fyrir þessa þætti og áttunda þáttaröð er full af óvæntum atriðum,“ sagði Glen. Hann bætti einnig við að stærð og umfang framleiðslu þáttaraðarinnar væri á stigi sem aldrei hefði sést í sjónvarpi áður. „Þetta er stærsti sjónvarpsþáttur sögunnar og síðasta þáttaröðin mun endurspegla það.“Endum þetta svo á leiðindum. Það eru líklega minnst fjórtán mánuðir í að þættirnir verða sýndir.
Game of Thrones Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira