Ari flutti Our Choice í forkeppni Eurovision í Litháen Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 18:55 Ari Ólafsson á sviði í Litháen. Ari Ólafsson flutti Eurovision-framlag Íslendinga, Our Choice, í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen síðastliðið sunnudagskvöld. Söng Ari lagið í 20 þúsund manna höll en um nokkrar milljónir Litháa horfðu á útsendinguna. Ara og og Þórunni Ernu Clausen, höfundi lagsins Our Choice, var boðið að flytja lagið í tilefni af sjálfstæðisfögnuði Litháa sem eru afar þakklátir Íslendingum fyrir þeirra framlag í sjálfstæðisbaráttu Litháens.Hér fyrir neðan má heyra flutning Ara í LitháenSaara Aalto, fulltrúi Finna í Eurovision í ár, flutti einnig lag sitt Monsters í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen og verður hún á ferð á flugi um Evrópu næstu vikurnar við að kynna lagið.Þórunn Erna segir þau Ara einnig ætla að ferðast um Evrópu til að kynna lagið fyrir Eurovision. Þórunn segir Ara hafa neglt flutninginn á laginu og sýnt það og sannað að hann er með stáltaugar og þoli vel að standa á stóra sviðinu.Hér fyrir neðan má heyra viðtal við Ara og Saara Aalto í forkeppninni í LitháenKeppnin fór fram í Žalgirio Arena í borginni Kaunas en höllin rúmar um 20 þúsund tónleika gesti. Ari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision 8. maí næstkomandi í Altice-höllinni í Lissabon sem rúmar einnig um 20 þúsund tónleikagesti. Ari segir í samtali við Vísi að móttökurnar í höllinni eftir flutning hans hafi verið afar góðar. „Móttökurnar sem ég fékk í höllinni voru mjög flottar og eftir að ég kom af sviðinu áttaði ég mig á því að ég hafði aldrei sungið fyrir framan svo marga áður,“ segir Ari. Hann og Þórunn Erna fóru einnig í útvarpsviðtal í borginni Vilnius í Litháen fyrr í dag þar sem Our Choice var spilað í kjölfarið. Litháen verður með Íslendingum á fyrra undankvöldi Eurovision og munu Litháar því kjósa í okkar riðli. Gæti því þessi flutningur Ara í forkeppninni síðastliðið sunnudagskvöld haft mikið að segja þegar kemur að Eurovision í maí. Ieva Zasimauskaitė vann forkeppnina í Litháen með lagið When We´re Old. Eurovision Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Ari Ólafsson flutti Eurovision-framlag Íslendinga, Our Choice, í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen síðastliðið sunnudagskvöld. Söng Ari lagið í 20 þúsund manna höll en um nokkrar milljónir Litháa horfðu á útsendinguna. Ara og og Þórunni Ernu Clausen, höfundi lagsins Our Choice, var boðið að flytja lagið í tilefni af sjálfstæðisfögnuði Litháa sem eru afar þakklátir Íslendingum fyrir þeirra framlag í sjálfstæðisbaráttu Litháens.Hér fyrir neðan má heyra flutning Ara í LitháenSaara Aalto, fulltrúi Finna í Eurovision í ár, flutti einnig lag sitt Monsters í úrslitum forkeppni Eurovision í Litháen og verður hún á ferð á flugi um Evrópu næstu vikurnar við að kynna lagið.Þórunn Erna segir þau Ara einnig ætla að ferðast um Evrópu til að kynna lagið fyrir Eurovision. Þórunn segir Ara hafa neglt flutninginn á laginu og sýnt það og sannað að hann er með stáltaugar og þoli vel að standa á stóra sviðinu.Hér fyrir neðan má heyra viðtal við Ara og Saara Aalto í forkeppninni í LitháenKeppnin fór fram í Žalgirio Arena í borginni Kaunas en höllin rúmar um 20 þúsund tónleika gesti. Ari mun stíga á svið á fyrra undankvöldi Eurovision 8. maí næstkomandi í Altice-höllinni í Lissabon sem rúmar einnig um 20 þúsund tónleikagesti. Ari segir í samtali við Vísi að móttökurnar í höllinni eftir flutning hans hafi verið afar góðar. „Móttökurnar sem ég fékk í höllinni voru mjög flottar og eftir að ég kom af sviðinu áttaði ég mig á því að ég hafði aldrei sungið fyrir framan svo marga áður,“ segir Ari. Hann og Þórunn Erna fóru einnig í útvarpsviðtal í borginni Vilnius í Litháen fyrr í dag þar sem Our Choice var spilað í kjölfarið. Litháen verður með Íslendingum á fyrra undankvöldi Eurovision og munu Litháar því kjósa í okkar riðli. Gæti því þessi flutningur Ara í forkeppninni síðastliðið sunnudagskvöld haft mikið að segja þegar kemur að Eurovision í maí. Ieva Zasimauskaitė vann forkeppnina í Litháen með lagið When We´re Old.
Eurovision Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira