Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 21:15 Konan þarf að greiða manni sínum 1,2 milljónir króna í bætur vegna tungubitsins. Vísir/GVA Áströlsk kona, sem m.a. var ákærð fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur, hefur verið dæmd í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur henni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins. Þá kom einnig fram í fréttum af málinu að sauma hefði þurft 30 spor til að festa tunguhluta, sem konan beit úr eiginmanni sínum, aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur.Fóru heim saman eftir skemmtistaðaröltÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að svo virðist sem ákærða, eiginmaður hennar, kona sem ákærða veittist að með ofbeldi og fjórði einstaklingur, Bandaríkjamaður, hafi öll farið heim í íbúð hjónanna eftir að hafa verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld. Ber hinum þremur fyrrnefndu saman um að ákærða og Bandaríkjamaðurinn hafi kysst hvort annað, og hin konan og eiginmaður ákærðu hafi einnig kyssts. Í kjölfarið hafi upp úr soðið milli ákærðu, eiginmannsins og konunnar.2x3x1,5 sm biti framan af tungunni Í framburði eiginmannsins segir að hann hafi kysst ákærðu í kjölfar rifrildisins og hún hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. „Allt var þetta með þeim afleiðingum að B [innsk. blm. eiginmaður konunnar] hlaut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur það m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar,“ segir í dómi héraðsdóms.Húsmunum hent tilÍ frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við eiginmann konunnar sem hafi lýst því að ákærða hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Þá segir að konan, sem ákærða veittist að, hafi m.a. hlotið rifbrot, auk frekari áverka víðsvegar um líkamann, þ.á.m. í andliti. Í dómi kemur fram að refsing ákærðu sé ákveðin fangelsi í 12 mánuði, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærðu er einnig gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni rúmar 410 þúsund krónur, auk sakarkostnað. Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Áströlsk kona, sem m.a. var ákærð fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur, hefur verið dæmd í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá hefur henni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins. Þá kom einnig fram í fréttum af málinu að sauma hefði þurft 30 spor til að festa tunguhluta, sem konan beit úr eiginmanni sínum, aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur.Fóru heim saman eftir skemmtistaðaröltÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að svo virðist sem ákærða, eiginmaður hennar, kona sem ákærða veittist að með ofbeldi og fjórði einstaklingur, Bandaríkjamaður, hafi öll farið heim í íbúð hjónanna eftir að hafa verið úti að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur umrætt kvöld. Ber hinum þremur fyrrnefndu saman um að ákærða og Bandaríkjamaðurinn hafi kysst hvort annað, og hin konan og eiginmaður ákærðu hafi einnig kyssts. Í kjölfarið hafi upp úr soðið milli ákærðu, eiginmannsins og konunnar.2x3x1,5 sm biti framan af tungunni Í framburði eiginmannsins segir að hann hafi kysst ákærðu í kjölfar rifrildisins og hún hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. „Allt var þetta með þeim afleiðingum að B [innsk. blm. eiginmaður konunnar] hlaut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur það m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar,“ segir í dómi héraðsdóms.Húsmunum hent tilÍ frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við eiginmann konunnar sem hafi lýst því að ákærða hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Þá segir að konan, sem ákærða veittist að, hafi m.a. hlotið rifbrot, auk frekari áverka víðsvegar um líkamann, þ.á.m. í andliti. Í dómi kemur fram að refsing ákærðu sé ákveðin fangelsi í 12 mánuði, þar af 9 mánuðir skilorðsbundnir. Ákærðu er einnig gert að greiða eiginmanni sínum 1,2 milljónir króna í miskabætur og konunni rúmar 410 þúsund krónur, auk sakarkostnað. Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þurfti 30 spor til að sauma saman tungu sem var bitin úr manni Málið mun fá flýtimeðferð. 1. nóvember 2017 17:35
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53
Áfram í farbanni vegna tungubits Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvart konu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 1. desember 2017 18:55