Fyrrverandi vaktstjóri á Subway fær vangoldin laun en annað ekki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Konan starfaði á Subway í Vestmannaeyjum. Vísir Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða fyrrverandi vaktstjóra útibús síns í Vestmannaeyjum tæplega 935 þúsund krónur. Konan starfaði á staðnum um tveggja ára skeið fram í mars 2015 en þá var henni sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Hún var í mars í fyrra sýknuð af ákæru um að hafa annars vegar dregið sér fé úr kassa staðarins og hins vegar að hafa gefið eiginmanni sínum báta á staðnum án þess að rukka fyrir matinn. Krafa konunnar nú hljóðaði upp á 11 milljónir króna vegna ógreiddra launa tvo mánuði fyrir uppsagnardag, launa í uppsagnarfresti og vegna bakvakta. Þá krafðist konan miskabóta.Sjá einnig: Verslunarstjórinn á Subway vill 10 milljónir króna Samkvæmt sundurliðun konunnar átti hún inni ógreidd laun að upphæð 935 þúsund krónur vegna launatímabilsins fyrir uppsögn. Eigendur Subway sögðu að konan hefði ítrekað farið úr vinnu sinni of snemma og því hefði hún fengið ofgreidd laun. Vildi keðjan skuldajafna kröfu sína gegn kröfu konunnar. Ekki var fallist á skuldajöfnuðinn og krafa konunnar var tekin til greina að því leyti. Öðrum kröfum var hafnað. Þótti konan hafa brotið svo gróflega af sér í starfi að hún hefði fyrirgert rétti til launa í uppsagnarfresti. Kröfu um miskabætur var einnig hafnað enda þóttu tölvupóstsamskipti fyrirtækisins til annarra verslunarstjóra ekki fela í sér meingerð í garð konunnar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið þótti ekki gefa tilefni til miskabóta . Þá var launakröfu vegna bakvakta hafnað þar sem fyrst var gerð athugasemd vegna þeirra eftir uppsögn en ekki meðan á ráðningartíma stóð. Að auki þarf Subway að greiða konunni hluta málskostnaðar hennar, 500 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd til að greiða fyrrverandi vaktstjóra útibús síns í Vestmannaeyjum tæplega 935 þúsund krónur. Konan starfaði á staðnum um tveggja ára skeið fram í mars 2015 en þá var henni sagt fyrirvaralaust upp störfum vegna gruns um brot í starfi. Hún var í mars í fyrra sýknuð af ákæru um að hafa annars vegar dregið sér fé úr kassa staðarins og hins vegar að hafa gefið eiginmanni sínum báta á staðnum án þess að rukka fyrir matinn. Krafa konunnar nú hljóðaði upp á 11 milljónir króna vegna ógreiddra launa tvo mánuði fyrir uppsagnardag, launa í uppsagnarfresti og vegna bakvakta. Þá krafðist konan miskabóta.Sjá einnig: Verslunarstjórinn á Subway vill 10 milljónir króna Samkvæmt sundurliðun konunnar átti hún inni ógreidd laun að upphæð 935 þúsund krónur vegna launatímabilsins fyrir uppsögn. Eigendur Subway sögðu að konan hefði ítrekað farið úr vinnu sinni of snemma og því hefði hún fengið ofgreidd laun. Vildi keðjan skuldajafna kröfu sína gegn kröfu konunnar. Ekki var fallist á skuldajöfnuðinn og krafa konunnar var tekin til greina að því leyti. Öðrum kröfum var hafnað. Þótti konan hafa brotið svo gróflega af sér í starfi að hún hefði fyrirgert rétti til launa í uppsagnarfresti. Kröfu um miskabætur var einnig hafnað enda þóttu tölvupóstsamskipti fyrirtækisins til annarra verslunarstjóra ekki fela í sér meingerð í garð konunnar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið þótti ekki gefa tilefni til miskabóta . Þá var launakröfu vegna bakvakta hafnað þar sem fyrst var gerð athugasemd vegna þeirra eftir uppsögn en ekki meðan á ráðningartíma stóð. Að auki þarf Subway að greiða konunni hluta málskostnaðar hennar, 500 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49
Verslunarstjórinn á Subway vill fá tíu milljónir króna Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum, sem á dögunum var sýknaður af ákæru um tæplega 13 þúsund króna fjárdrátt á staðnum, telur sig eiga inni um tíu milljónir króna frá fyrirtækinu. 19. apríl 2017 07:00