Auður fyllir í skarð Guðmundar Inga hjá Landvernd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2018 15:13 Auður hefur sinnt umhverfismálum frá unglingsárum að því er segir í tilkynningunni frá Landvernd. Landvernd Auður Magnúsdóttir, deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landverndar. Auður hefur störf 1. maí nk en hún tekur við starfinu af Guðmundi Inga Guðbrandssyni sem lét af störfum til að taka að sér embætti umhverfisráðherra. Í tilkynningu frá Landvernd segir að Auður sé með doktorspróf í lífefnafræði frá Stokkhólmsháskóla/Karolinska Institut og hafi stundað rannsóknir á því sviði. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Orf Líftækni og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Síðastliðin tvö ár hefur hún gengt starfi deildarforseta Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Auður hefur setið í framkvæmdastjórn hjá Orf Líftækni og hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og er formaður Samtaka kvenna í vísindum. Hún hefur sinnt umhverfismálum frá unglingsárum. Salome Hallfreðsdóttur hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá því í nóvember þegar Guðmundur Ingi tók við embætti umhverfisráðherra. Guðmundur hafði gegnt stöðunni frá árinu 2011. „Það þarf kröftugan leiðtoga til þess að leiða það starf sem unnið er á Landvernd en samtökin standa vörð um náttúru Íslands og miðhálendið, berjast gegn plasti í hafi, vinna að landgræðslu, leiða öflugt umhverfismenntastarf í gegnum verkefni sín og stuðla að umræðu um umhverfismál og sjálfbærni í samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Landvernd. „Landvernd stendur á tímamótum þar sem að á næsta ári rennur upp fimmtíu ára afmæli samtakanna. Samtökin ætla sér að verða enn öflugri og einlægur málsvari náttúrunnar og markmiðið er að fjölga félagsmönnum svo um munar, enda eru það stuðningsaðilar samtakanna sem tryggja vernd náttúru Íslands og halda umræðu og aðgerðum um umhverfismál á lofti.“ Umhverfismál Vistaskipti Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Auður Magnúsdóttir, deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landverndar. Auður hefur störf 1. maí nk en hún tekur við starfinu af Guðmundi Inga Guðbrandssyni sem lét af störfum til að taka að sér embætti umhverfisráðherra. Í tilkynningu frá Landvernd segir að Auður sé með doktorspróf í lífefnafræði frá Stokkhólmsháskóla/Karolinska Institut og hafi stundað rannsóknir á því sviði. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Orf Líftækni og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Síðastliðin tvö ár hefur hún gengt starfi deildarforseta Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Auður hefur setið í framkvæmdastjórn hjá Orf Líftækni og hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og er formaður Samtaka kvenna í vísindum. Hún hefur sinnt umhverfismálum frá unglingsárum. Salome Hallfreðsdóttur hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá því í nóvember þegar Guðmundur Ingi tók við embætti umhverfisráðherra. Guðmundur hafði gegnt stöðunni frá árinu 2011. „Það þarf kröftugan leiðtoga til þess að leiða það starf sem unnið er á Landvernd en samtökin standa vörð um náttúru Íslands og miðhálendið, berjast gegn plasti í hafi, vinna að landgræðslu, leiða öflugt umhverfismenntastarf í gegnum verkefni sín og stuðla að umræðu um umhverfismál og sjálfbærni í samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Landvernd. „Landvernd stendur á tímamótum þar sem að á næsta ári rennur upp fimmtíu ára afmæli samtakanna. Samtökin ætla sér að verða enn öflugri og einlægur málsvari náttúrunnar og markmiðið er að fjölga félagsmönnum svo um munar, enda eru það stuðningsaðilar samtakanna sem tryggja vernd náttúru Íslands og halda umræðu og aðgerðum um umhverfismál á lofti.“
Umhverfismál Vistaskipti Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira