Björgvin Karl, sem er einn besti Crossfit-maður í heimi og lenti í fimmta sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk boð í heimsókn til Gunnars og Sunnu Davíðsdóttur, en ásamt Björgvini var annar magnaður Crossfit-keppandi, Sara Sigmundsdóttir með í för.
Gunnar og Sunna fóru yfir helstu atriðin sem snúa að MMA, eins og til dæmis að kýla og sparka, áður en þau lærðu einfalda hengingu.
Úr þessu varð afar athyglisvert myndband, en sjón er sögu ríkari. Myndbandið má sjá hér að neðan.