Í þágu hinna fáu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:00 Þegar valið stendur á milli sérhagsmuna fárra og hagsmuna heildarinnar er það segin saga að kjarklausir stjórnmálamenn velja fyrri kostinn. Ástæðan er efalaust sú að á meðan hagsmunir fjöldans eru léttvægir fyrir hvern og einn eru hagsmunir hinna fáu miklir og þess virði að berjast fyrir. Gott dæmi um sérhagsmunagæslu af þessu tagi er sú ákvörðun Donalds Trump að leggja tolla á innflutt ál og stál. Rökin eru sögð þau að verja þurfi hnignandi bandarískan iðnað í samkeppni við erlendan iðnað. Störf tuga þúsunda séu í húfi. Það sem gleymist er að tollmúrarnir skaða samkeppnishæfni þeirra bandarísku fyrirtækja sem reiða sig á ódýrt, innflutt ál og stál. 140 þúsund manns starfa við stálframleiðslu í landinu en 6,5 milljónir hjá fyrirtækjum sem reiða sig á innflutt stál. Fyrir hvert nýtt starf sem tollarnir skapa í stáliðnaðinum er talið að átján önnur glatist. Dæmi um viðlíka sérhagsmunagæslu má einnig finna hér á landi. Sama dag og Trump tilkynnti um áform sín hvöttu samtök bænda þingmenn til þess að hækka tolla á landbúnaðarvörur. Rökin eru þau sömu: að verja þurfi innlendan landbúnað fyrir erlendri samkeppni. Tollmúrinn hefur hins vegar leitt til þess að íslenskir neytendur greiða eina hæstu landbúnaðarstyrki í heimi til þess að geta keypt einhverjar dýrustu búvörur í heimi. Engu að síður eru bændur ein tekjulægsta stétt landsins. Tollvernd getur þjónað sérhagsmunum fárra til skamms tíma en til lengri tíma þjónar hún ekki hag neins. Bandaríski stáliðnaðurinn stendur ekki betur að vígi ef alls konar framleiðsla sem reiðir sig á stál flyst úr landi. Það sama gildir um íslenskan landbúnað. Hann mun ekki blómstra á meðan hann byggir tilvist sína á verri kjörum almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þegar valið stendur á milli sérhagsmuna fárra og hagsmuna heildarinnar er það segin saga að kjarklausir stjórnmálamenn velja fyrri kostinn. Ástæðan er efalaust sú að á meðan hagsmunir fjöldans eru léttvægir fyrir hvern og einn eru hagsmunir hinna fáu miklir og þess virði að berjast fyrir. Gott dæmi um sérhagsmunagæslu af þessu tagi er sú ákvörðun Donalds Trump að leggja tolla á innflutt ál og stál. Rökin eru sögð þau að verja þurfi hnignandi bandarískan iðnað í samkeppni við erlendan iðnað. Störf tuga þúsunda séu í húfi. Það sem gleymist er að tollmúrarnir skaða samkeppnishæfni þeirra bandarísku fyrirtækja sem reiða sig á ódýrt, innflutt ál og stál. 140 þúsund manns starfa við stálframleiðslu í landinu en 6,5 milljónir hjá fyrirtækjum sem reiða sig á innflutt stál. Fyrir hvert nýtt starf sem tollarnir skapa í stáliðnaðinum er talið að átján önnur glatist. Dæmi um viðlíka sérhagsmunagæslu má einnig finna hér á landi. Sama dag og Trump tilkynnti um áform sín hvöttu samtök bænda þingmenn til þess að hækka tolla á landbúnaðarvörur. Rökin eru þau sömu: að verja þurfi innlendan landbúnað fyrir erlendri samkeppni. Tollmúrinn hefur hins vegar leitt til þess að íslenskir neytendur greiða eina hæstu landbúnaðarstyrki í heimi til þess að geta keypt einhverjar dýrustu búvörur í heimi. Engu að síður eru bændur ein tekjulægsta stétt landsins. Tollvernd getur þjónað sérhagsmunum fárra til skamms tíma en til lengri tíma þjónar hún ekki hag neins. Bandaríski stáliðnaðurinn stendur ekki betur að vígi ef alls konar framleiðsla sem reiðir sig á stál flyst úr landi. Það sama gildir um íslenskan landbúnað. Hann mun ekki blómstra á meðan hann byggir tilvist sína á verri kjörum almennings.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun