Tugmilljóna skattur á styrktarsjóði skoðaður Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2018 06:00 Samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir HÍ greiða styrktarsjóðir skólans meira í fjármagnstekjuskatt en sjóðir á Norðurlöndunum. Vísir/Anton „Það hristi svolítið upp í mönnum að sjá fréttina um þetta og alveg eðlilegt að þetta sé athugað,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að samkvæmt niðurstöðu úttektar sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands eru styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts eins og gerist erlendis. Fjármagnstekjuskattur hér hefur hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sagði að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur málið verið til skoðunar þar. Engar frekari upplýsingar fengust þó frá ráðuneytinu. Páll Magnússon, segir engar tillögur eða hugmyndir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd, hvað þá frumvarp. „Það er að mínu viti þó sannarlega þess virði að það sé farið yfir þetta. Ég hef ekki á þessum tímapunkti mótað mér neina fastmótaða skoðun á þessu. En þetta er sannarlega þess virði að það sé skoðað. Mér finnst eðlilegt að frumkvæðið að þessu komi úr ráðuneytinu sem kynni svo sínar hugmyndir eða niðurstöður í því,“ segir Páll. Það sé hinn eðlilegi farvegur fyrir málið. Hins vegar sé ekkert útilokað að nefndin taki það upp að eigin frumkvæði. „En það hefur ekki verið gert ennþá.“ Komið hefur fram að stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
„Það hristi svolítið upp í mönnum að sjá fréttina um þetta og alveg eðlilegt að þetta sé athugað,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að samkvæmt niðurstöðu úttektar sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands eru styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts eins og gerist erlendis. Fjármagnstekjuskattur hér hefur hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sagði að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur málið verið til skoðunar þar. Engar frekari upplýsingar fengust þó frá ráðuneytinu. Páll Magnússon, segir engar tillögur eða hugmyndir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd, hvað þá frumvarp. „Það er að mínu viti þó sannarlega þess virði að það sé farið yfir þetta. Ég hef ekki á þessum tímapunkti mótað mér neina fastmótaða skoðun á þessu. En þetta er sannarlega þess virði að það sé skoðað. Mér finnst eðlilegt að frumkvæðið að þessu komi úr ráðuneytinu sem kynni svo sínar hugmyndir eða niðurstöður í því,“ segir Páll. Það sé hinn eðlilegi farvegur fyrir málið. Hins vegar sé ekkert útilokað að nefndin taki það upp að eigin frumkvæði. „En það hefur ekki verið gert ennþá.“ Komið hefur fram að stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira