Handbolti

Glandorf sá markahæsti í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Glandorf fagnar eftir að hafa slegið metið í gær.
Glandorf fagnar eftir að hafa slegið metið í gær. vísir/getty
Þjóðverjinn Holger Glandorf, leikmaður Flensburg, náði merkum áfanga á sínum ferli í gær.

Hann komst þá í efsta sætið yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk úr opnum leik í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann er búinn að skora 2.264 mörk.

Hann tók metið af Kóreubúanum Kyung-Shin Yoon sem á þá enn metið yfir mörk með vítaköstum. Yoon skoraði í heildina 2.908 mörk.

Christian Schwarzer er í þriðja sæti á listanum með 2.189 mörk úr opnum leik.

Á heildarmarkalistanum er Lars Christiansen í öðru sæti á eftir Yoon og Jochen Fraatz sá þriðji.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×