Fótbolti

Klopp um dráttinn gegn City: „Draumadráttur fyrir stuðningsmenn United"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp elskar að brosa og sýna hvítu tennurnar. Skemmtikraftur.
Klopp elskar að brosa og sýna hvítu tennurnar. Skemmtikraftur. vísir/getty
Liverpool dróst gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að þessi dráttur hafi væntanlega glatt stuðningsmann Manchester United. Hann segir að drátturinn sé ekki betri eða verri en einhver annar.

„Ég bjóst ekki við neinu varðandi dráttinn. Ég vonaðist ekki eftir neinu. Ég sagði fyrir dráttinn að það væri svalt að mæta liði frá sama landi og það var klárt að það væri að fara gerast,” sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Watford í deildinni um helgina.

„Ég held að þetta sé draumadráttur fyrir stuðningsmenn Man. United. Það skiptir ekki máli fyrir mig hverjir við mætum. Við höfum nægan tíma til að undirbúa leikinn. Ég mun hugsa mikið áður en við mætum þeim.”

„Ég vissi að þetta yrði erfitt og þetta verður erfitt. Góðu fréttirnar er að þetta verður erfitt fyrir City líka. Ég sá andlitið á Txiki Begiristain (yfirm. knattspyrnumála hjá City) og það leit ekki út fyrir að vera jólin hjá honum.”

„Þetta verður erfið vinna og það er gott því þetta eru átta síðustu liðin í Evrópu. Ef þetta væri auðvelt þá væri eitthvað rangt við það,” sagði Þjóðverjinn.

Liverpool og Watford spila á Anfield á morgun, en leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 17.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×