Flugvélar að æra þau Ævar og Guðrúnu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2018 10:30 Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson segja sér vart vært í garði sínum á Nönnugötu á góðviðrisdögum vegna ólýsanlegs hávaða frá flugumferð. Vísir/Valli „Mér finnst svo sérkennilegt að þessi litla þjóð okkar skuli ekki vera framsýnni en það að vera með flugvöll í hjarta mið- bæjarins,“ segir listakonan Guðrún Kristjánsdóttir, íbúi á Nönnugötu í miðbæ Reykjavíkur. Guðrún og eiginmaður hennar, Ævar Kjartansson útvarpsmaður, skrifuðu í fyrrasumar bréf til umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna hávaða- og olíumengunar frá flugumferð. „Hvunndagurinn verður á einhvern óljósan hátt óttablandinn. Sérstaklega á góðviðrisdögum, því þá fer hávaðinn yfir öll velsæmismörk,“ segir í bréfi hjónanna sem lagt var fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs með umsögn frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Hjónin hafa búið við Nönnugötu í 45 ár. Þau segja hávaðann og olíuþefinn í vissri vindátt angra þau mikið. Í fyrrasumar hafi þó keyrt um þverbak. „Á sólríkum dögum má oft telja smárellur og þyrlur sem taka á loft á 4 til 5 mínútna fresti og valda ólýsanlegum hávaða. Í brekkunni frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð er hávaðinn sennilega hvað mestur, en allur miðbærinn er undirlagður,“ er rakið í bréfinu. „Nú er svo komið að flugvélahávaðinn nær fram yfir miðnætti og byrjar eldsnemma á morgnana. Umferð þyrla hefur aukist stórlega og útsýnisflug og/eða kennsluflug einnig.“ Umhverfisráð fékk umsögn heilbrigðiseftirlitsins. Hún er byggð á gögnum frá Isavia, sem annast rekstur flugvalla hérlendis. Kemur fram að þótt „flughreyfingum“ við Reykjavíkurflugvöll hafi vissulega fjölgað 2014 til 2016 miðað við næstu þrjú ár þar á undan hafi „flughreyfingum“ við völlinn fækkað sé horft tuttugu ár aftur í tímann. „Þessi gögn styðja því ekki þá fullyrðingu kvartanda að stóraukin flugumferð sé yfir miðbæ Reykjavíkur,“ segir í umsögninni. Þá kemur fram að heilbrigðiseftirlitið hafi ekki gert mælingar á hávaða frá flugumferð í tilefni kvartana. „Ástæðan er sú að ekki er hægt að greina hávaða frá flugi frá bakgrunnshávaða, svo sem umferð.“ Guðrún segir það koma mjög óvart á að flugumferð sé sögð hafa dregist saman. Það sé ekki sú tilfinning sem þau Ævar hafi. Augljóst sé til dæmis að þyrluflug hafi aukist mikið. Einkaþotum fjölgi einnig. „Það sem kemur mér líka á óvart er að umsögn heilbrigðiseftirlitsins sé beint upp úr svörum Isavia. Það er eins og þeir hafi engar rannsóknir sjálfir gert,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar eru þau ekki að kvarta stórlega undan áætlunarflugi. „Það er miklu meira álag frá litlum rellum sem gefa frá sér mikinn hávaða,“ undirstrikar hún. Fólk ætti að spyrja sig hvort það vilji menga höfuðborgina með hávaða. Þrátt fyrir umsögn heilbrigðiseftirlitsins bókar umhverfis- og skipulagsráð að mikilvægt sé að brugðist verði við kvörtunum íbúa vegna aukins hávaða af flugumferð. Flugrekstraraðilar eigi eftir föngum að minnka ónæði sem íbúar verða fyrir. „Svo virðist sem það sé einkum hringsól lítilla flugvéla og þyrluflug sem veldur mestu ónæði. Ráðið minnir á að fyrir liggur samningur milli ríkis og borgar frá 25. október 2013 um að innanríkisráðuneytið og Isavia skuli hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður,“ segir ráðið. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur hjartað í Vatnsmýri gera illt verra Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. 11. apríl 2017 07:00 Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.“ 6. júlí 2017 13:10 Þungavigtarfólk í Viðreisn mótfallið áformum samgönguráðherra um nýja flugstöð í Vatnsmýri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, segir að framtíð innanlandsflugs sé ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað sé sóun á dýrmætum tíma og peningum segir ráðherrann í færslu á Twitter. 21. júní 2017 15:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Mér finnst svo sérkennilegt að þessi litla þjóð okkar skuli ekki vera framsýnni en það að vera með flugvöll í hjarta mið- bæjarins,“ segir listakonan Guðrún Kristjánsdóttir, íbúi á Nönnugötu í miðbæ Reykjavíkur. Guðrún og eiginmaður hennar, Ævar Kjartansson útvarpsmaður, skrifuðu í fyrrasumar bréf til umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna hávaða- og olíumengunar frá flugumferð. „Hvunndagurinn verður á einhvern óljósan hátt óttablandinn. Sérstaklega á góðviðrisdögum, því þá fer hávaðinn yfir öll velsæmismörk,“ segir í bréfi hjónanna sem lagt var fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs með umsögn frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Hjónin hafa búið við Nönnugötu í 45 ár. Þau segja hávaðann og olíuþefinn í vissri vindátt angra þau mikið. Í fyrrasumar hafi þó keyrt um þverbak. „Á sólríkum dögum má oft telja smárellur og þyrlur sem taka á loft á 4 til 5 mínútna fresti og valda ólýsanlegum hávaða. Í brekkunni frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð er hávaðinn sennilega hvað mestur, en allur miðbærinn er undirlagður,“ er rakið í bréfinu. „Nú er svo komið að flugvélahávaðinn nær fram yfir miðnætti og byrjar eldsnemma á morgnana. Umferð þyrla hefur aukist stórlega og útsýnisflug og/eða kennsluflug einnig.“ Umhverfisráð fékk umsögn heilbrigðiseftirlitsins. Hún er byggð á gögnum frá Isavia, sem annast rekstur flugvalla hérlendis. Kemur fram að þótt „flughreyfingum“ við Reykjavíkurflugvöll hafi vissulega fjölgað 2014 til 2016 miðað við næstu þrjú ár þar á undan hafi „flughreyfingum“ við völlinn fækkað sé horft tuttugu ár aftur í tímann. „Þessi gögn styðja því ekki þá fullyrðingu kvartanda að stóraukin flugumferð sé yfir miðbæ Reykjavíkur,“ segir í umsögninni. Þá kemur fram að heilbrigðiseftirlitið hafi ekki gert mælingar á hávaða frá flugumferð í tilefni kvartana. „Ástæðan er sú að ekki er hægt að greina hávaða frá flugi frá bakgrunnshávaða, svo sem umferð.“ Guðrún segir það koma mjög óvart á að flugumferð sé sögð hafa dregist saman. Það sé ekki sú tilfinning sem þau Ævar hafi. Augljóst sé til dæmis að þyrluflug hafi aukist mikið. Einkaþotum fjölgi einnig. „Það sem kemur mér líka á óvart er að umsögn heilbrigðiseftirlitsins sé beint upp úr svörum Isavia. Það er eins og þeir hafi engar rannsóknir sjálfir gert,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar eru þau ekki að kvarta stórlega undan áætlunarflugi. „Það er miklu meira álag frá litlum rellum sem gefa frá sér mikinn hávaða,“ undirstrikar hún. Fólk ætti að spyrja sig hvort það vilji menga höfuðborgina með hávaða. Þrátt fyrir umsögn heilbrigðiseftirlitsins bókar umhverfis- og skipulagsráð að mikilvægt sé að brugðist verði við kvörtunum íbúa vegna aukins hávaða af flugumferð. Flugrekstraraðilar eigi eftir föngum að minnka ónæði sem íbúar verða fyrir. „Svo virðist sem það sé einkum hringsól lítilla flugvéla og þyrluflug sem veldur mestu ónæði. Ráðið minnir á að fyrir liggur samningur milli ríkis og borgar frá 25. október 2013 um að innanríkisráðuneytið og Isavia skuli hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður,“ segir ráðið.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur hjartað í Vatnsmýri gera illt verra Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. 11. apríl 2017 07:00 Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.“ 6. júlí 2017 13:10 Þungavigtarfólk í Viðreisn mótfallið áformum samgönguráðherra um nýja flugstöð í Vatnsmýri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, segir að framtíð innanlandsflugs sé ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað sé sóun á dýrmætum tíma og peningum segir ráðherrann í færslu á Twitter. 21. júní 2017 15:30 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Telur hjartað í Vatnsmýri gera illt verra Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. 11. apríl 2017 07:00
Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.“ 6. júlí 2017 13:10
Þungavigtarfólk í Viðreisn mótfallið áformum samgönguráðherra um nýja flugstöð í Vatnsmýri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, segir að framtíð innanlandsflugs sé ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað sé sóun á dýrmætum tíma og peningum segir ráðherrann í færslu á Twitter. 21. júní 2017 15:30