„Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. mars 2018 12:12 Gjafabréf Wow air hafa aðeins árs gildistíma. Leiðbeinandi reglur gera ráð fyrir fjórum árum. vísir/vilhelm Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. Kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa koma reglulega á borð Neytendasamtakanna, til að mynda vegna gjafabréfa Wow air sem hafa aðeins árs gildistíma. Margar kvartanir sem Neytendasamtökin fá vegna gjafabréfa eru vegna gjafabréfa flugfélaga, sérstaklega Wow air, en samkvæmt skilmálum þeirra er gildistíminn aðeins eitt ár og ferðin þarf að hafa verið farin innan þess árs. Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakann segir engin lög gilda um gildistíma en ákveðin viðmið séu til. „Það er almennur fyrningarfrestur á kröfum og leiðbeinandi reglur um skilarétt, þá er talað um fjögur ár. En þetta eru leiðbeinandi reglur.“ Of stuttur gildistími Neytendasamtökin sendu erindi á Wow air í janúar og fóru þess á leit að fyrirtækið breytti skilmálum sínum og lengdi gildistíma gjafabréfa úr einu ári í fjögur ár. Wow air þakkaði erindið en tjáði að það hefði ekki í hyggju að breyta fyrirkomulaginu. Nú hefur Wow air hins vegar hætt sölu gjafabréfa og segir Brynhildur það skref í rétta átt enda eigi neytendur ekki að tapa fjármunum vegna ósanngjarnra skilmála. Icelandair er með tveggja ára gildistíma sem Brynhildi finnst einnig of stuttur og segir hún Neytendasamtökin ekki geta ráðlagt kaup á gjafabréfum með svo stuttum gildistíma. „Gjafabréf eru sniðug gjöf. Það er óþolandi að það sé verið skilyrða gildistímann. Seljandinn er búinn að fá peninginn í sinn rekstur og ekkert búinn að gera á móti. Ég skil ekki alveg af hverju seljendur koma ekki betur til móts við kaupendur og það væri fróðlegt að vita hve mikið fjármagn liggur að baki útrunnum gjafabréfum og þeim peningum væri betur varið í eitthvað annað,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Neytendur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. Kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa koma reglulega á borð Neytendasamtakanna, til að mynda vegna gjafabréfa Wow air sem hafa aðeins árs gildistíma. Margar kvartanir sem Neytendasamtökin fá vegna gjafabréfa eru vegna gjafabréfa flugfélaga, sérstaklega Wow air, en samkvæmt skilmálum þeirra er gildistíminn aðeins eitt ár og ferðin þarf að hafa verið farin innan þess árs. Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakann segir engin lög gilda um gildistíma en ákveðin viðmið séu til. „Það er almennur fyrningarfrestur á kröfum og leiðbeinandi reglur um skilarétt, þá er talað um fjögur ár. En þetta eru leiðbeinandi reglur.“ Of stuttur gildistími Neytendasamtökin sendu erindi á Wow air í janúar og fóru þess á leit að fyrirtækið breytti skilmálum sínum og lengdi gildistíma gjafabréfa úr einu ári í fjögur ár. Wow air þakkaði erindið en tjáði að það hefði ekki í hyggju að breyta fyrirkomulaginu. Nú hefur Wow air hins vegar hætt sölu gjafabréfa og segir Brynhildur það skref í rétta átt enda eigi neytendur ekki að tapa fjármunum vegna ósanngjarnra skilmála. Icelandair er með tveggja ára gildistíma sem Brynhildi finnst einnig of stuttur og segir hún Neytendasamtökin ekki geta ráðlagt kaup á gjafabréfum með svo stuttum gildistíma. „Gjafabréf eru sniðug gjöf. Það er óþolandi að það sé verið skilyrða gildistímann. Seljandinn er búinn að fá peninginn í sinn rekstur og ekkert búinn að gera á móti. Ég skil ekki alveg af hverju seljendur koma ekki betur til móts við kaupendur og það væri fróðlegt að vita hve mikið fjármagn liggur að baki útrunnum gjafabréfum og þeim peningum væri betur varið í eitthvað annað,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.
Neytendur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira