Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 13:00 Svandís Svavarsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að umskurður drengja verði gerður alfarið óheimill að viðlögðu allt að sex ára fangelsi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpinu var fagnað, en m.a. var vísað til þess að aðgerðin væri sársaukafull og gæti leitt til alvarlegra fylgikvilla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir jákvætt að málið sé tekið til umræðu. „Ef ég horfi bara á markmiðið í sjálfu sér, sem er bann við umskurði á sveinbörnum, tel ég það réttmætt út frá heilbrigðissjónarmiðum enda hafa um 400 læknar talað þannig. Ég sem heilbrigðisráðherra er því þeirrar skoðunar,“ segir Svandís. Málið er þó vægast sagt umdeilt og hafa trúarleiðtogar í Evrópu t.a.m. lagst harkalega gegn frumvarpinu og telja tillögurnar vega gegn trúfrelsi og miða að því að gera íslamstrú og gyðingdóm refsiverðan. Biskup Íslands og nokkrir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið í sama streng. Þá hefur landlæknir lagst alfarið gegn því að umskurður verði gerður refsiverður í hegningarlögum, en hann bendir á að slíkt bann geti leitt til þess að aðgerðirnar verði engu að síður gerðar – en við óöruggar aðstæður. Svandís segir vissulega þurfa að líta til margra þátta í málinu. „Ég tel að það séu ýmis sjónarmið önnur sem eru þar undir heldur en þau sem lúta að mínu embætti. Ég held að það sé gott að þetta mál komi fram og Alþingi fjalli um það frá öllum hliðum. Þegar þar að kemur er ég óbreyttur þingmaður, en mun taka afstöðu út frá mínu embætti sem heilbrigðisráðherra.“ Hún vill þó ekki gefa upp hvert atkvæði sitt yrði, komi málið til atkvæðagreiðslu í þinginu. „Það er bara eitthvað sem kemur í ljós. Það sem ég heyri er að jafnvel flutningsmaðurinn eins og hún hefur talað er tilbúin til að skoða hvort þessi framsetning málsins sé heppilegust. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fylgjast með því hvernig þingið vinnur úr málinu,“ segir Svandís að lokum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að umskurður drengja verði gerður alfarið óheimill að viðlögðu allt að sex ára fangelsi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpinu var fagnað, en m.a. var vísað til þess að aðgerðin væri sársaukafull og gæti leitt til alvarlegra fylgikvilla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir jákvætt að málið sé tekið til umræðu. „Ef ég horfi bara á markmiðið í sjálfu sér, sem er bann við umskurði á sveinbörnum, tel ég það réttmætt út frá heilbrigðissjónarmiðum enda hafa um 400 læknar talað þannig. Ég sem heilbrigðisráðherra er því þeirrar skoðunar,“ segir Svandís. Málið er þó vægast sagt umdeilt og hafa trúarleiðtogar í Evrópu t.a.m. lagst harkalega gegn frumvarpinu og telja tillögurnar vega gegn trúfrelsi og miða að því að gera íslamstrú og gyðingdóm refsiverðan. Biskup Íslands og nokkrir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið í sama streng. Þá hefur landlæknir lagst alfarið gegn því að umskurður verði gerður refsiverður í hegningarlögum, en hann bendir á að slíkt bann geti leitt til þess að aðgerðirnar verði engu að síður gerðar – en við óöruggar aðstæður. Svandís segir vissulega þurfa að líta til margra þátta í málinu. „Ég tel að það séu ýmis sjónarmið önnur sem eru þar undir heldur en þau sem lúta að mínu embætti. Ég held að það sé gott að þetta mál komi fram og Alþingi fjalli um það frá öllum hliðum. Þegar þar að kemur er ég óbreyttur þingmaður, en mun taka afstöðu út frá mínu embætti sem heilbrigðisráðherra.“ Hún vill þó ekki gefa upp hvert atkvæði sitt yrði, komi málið til atkvæðagreiðslu í þinginu. „Það er bara eitthvað sem kemur í ljós. Það sem ég heyri er að jafnvel flutningsmaðurinn eins og hún hefur talað er tilbúin til að skoða hvort þessi framsetning málsins sé heppilegust. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fylgjast með því hvernig þingið vinnur úr málinu,“ segir Svandís að lokum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29