Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2018 06:00 Guðni Bergsson Hilmar Þór Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist skilja það og virða ef Ísland tekur þá ákvörðun að senda ekki ráðamenn til Rússlands á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Vilji allra standi hins vegar til þess að halda íþróttum og stjórnmálum aðskildum í lengstu lög. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir aðildarþjóðir NATO vera að skoða hvaða leiðir séu færar til að bregðast við morðtilraun á hendur Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi þann 8. mars. Ein hugmyndanna er að sniðganga HM en engin niðurstaða er enn komin í málið. „Þetta er ekki komið á neinn slíkan stað. Við erum bara að skoða færar leiðir með okkar bandamönnum,“ segir Guðlaugur Þór. „Málið er alvarlegt og því er mikilvægt að hafa ríkt samráð um viðbrögð og bregðast við þessum atburðum í Bretlandi.“Sjá einnig: Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðni Bergsson segir þetta ekki trufla undirbúning KSÍ. „Þegar til kastanna kemur þá hefur þetta ekki áhrif á okkar undirbúning eða hugarfar leikmanna. Við erum einbeitt í okkar verkum,“ segir Guðni. „Ég vil ekki blanda mér í umræðu um alþjóðastjórnmál sem formaður KSÍ. Ég vil einbeita mér að knattspyrnunni og við viljum aðskilja þetta tvennt. En ef vesturveldin taka ákvörðun á hinu pólitíska sviði um að sniðganga HM þá verðum við að virða þá niðurstöðu.“ Hann vonar að málin leysist fyrir HM svo hægt sé að hugsa eingöngu um knattspyrnu þegar leikir Íslands hefjast. „Maður vonast auðvitað eftir því að hægt sé að leysa mál á pólitíska sviðinu en það er bara ekki alltaf svo,“ bætir Guðni við. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Stj.mál Tengdar fréttir „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist skilja það og virða ef Ísland tekur þá ákvörðun að senda ekki ráðamenn til Rússlands á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Vilji allra standi hins vegar til þess að halda íþróttum og stjórnmálum aðskildum í lengstu lög. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir aðildarþjóðir NATO vera að skoða hvaða leiðir séu færar til að bregðast við morðtilraun á hendur Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi þann 8. mars. Ein hugmyndanna er að sniðganga HM en engin niðurstaða er enn komin í málið. „Þetta er ekki komið á neinn slíkan stað. Við erum bara að skoða færar leiðir með okkar bandamönnum,“ segir Guðlaugur Þór. „Málið er alvarlegt og því er mikilvægt að hafa ríkt samráð um viðbrögð og bregðast við þessum atburðum í Bretlandi.“Sjá einnig: Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðni Bergsson segir þetta ekki trufla undirbúning KSÍ. „Þegar til kastanna kemur þá hefur þetta ekki áhrif á okkar undirbúning eða hugarfar leikmanna. Við erum einbeitt í okkar verkum,“ segir Guðni. „Ég vil ekki blanda mér í umræðu um alþjóðastjórnmál sem formaður KSÍ. Ég vil einbeita mér að knattspyrnunni og við viljum aðskilja þetta tvennt. En ef vesturveldin taka ákvörðun á hinu pólitíska sviði um að sniðganga HM þá verðum við að virða þá niðurstöðu.“ Hann vonar að málin leysist fyrir HM svo hægt sé að hugsa eingöngu um knattspyrnu þegar leikir Íslands hefjast. „Maður vonast auðvitað eftir því að hægt sé að leysa mál á pólitíska sviðinu en það er bara ekki alltaf svo,“ bætir Guðni við.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Stj.mál Tengdar fréttir „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46