Telja sérhæfða þjónustu geta verið á þriðja spítalanum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. mars 2018 12:28 Uppbygging Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi. Vísir/Anton Brink Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir nýjan spítala er merki um að flokkurinn horfi til lengri tíma í skipulagsmálum, að sögn formanns velferðarnefndar flokksins. Til standi að ljúka þeirri uppbyggingu við Hringbraut sem komin er á framkvæmdastig og þá sé hugmyndin ekki að hið nýja sjúkrahús verði einkarekið. „Það er ekki verið að tala um Landspítala. Landspítali er ákveðið hugtak sem er Landspítali háskólasjúkrahús sem er verið a byggja við Hringbraut og er þar og er líka í Fossvogi. Það er verið að byggja þar upp meðferðarkjarna sem er í grunninn sú starfsemi sem er á þessum tveimur stöðum, myndgreiningatækni, bráðamóttaka, gjörgæsla og allt slíkt, hjarta spítalans,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. „Það sem við erum að tala um er að í framtíðinni þarf að vera uppbygging í heilbrigðismálum á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega annar spítali sem er þá öðruvísi spítali sem er þá að þjóna hefðbundnum aðgerðum, ekki háskólasjúkrahús eins og kennslustofnun og rannsóknarhús. Heldur í annars konar þjónustu. Gæti líka tengst öflugri heilbrigðisþjónustu almennt í Reykjavík og gæti líka tengst sérhæfðri þjónustu á sviði öldrunarlækninga eða eitthvað slíkt.“ Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVASegir eðlilegt að möguleiki sé á öðrum spítala Þorkell segir að slíku sjúkrahúsi þurfi strax að finna stað. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það tekur langan tíma að skipuleggja þetta og það eru hugmyndir hjá Reykjavíkurborg að byggja upp, til dæmis á Keldum, íbúðabyggð. Ef það á að þétta borgina og byggja meira þarf að huga að svona spítala. Öryggisins vegna og upp á atvinnumöguleika og valkosti fyrir sjúklinga þá er eðlilegt að það sé möguleiki á öðrum spítala og það er það sem við erum að tala um.“ Hann segir að hugmyndin sé sú að á hinum þriðja spítala sé starfsemi sem krefjist þess ekki að sé á bráðasjúkrahúsi og nefnir í því samhengi augnaðgerðir og mjaðmaskiptaaðgerðir. Ljóst er að Landspítalinn við Hringbraut þurfi að vera öflugt og tæknivætt sjúkrahús en um sé að ræða annan valkost. „Alveg eins og við erum með valkosti tvo á flestum stöðum í þjóðfélaginu. Við erum með fleira en eitt símfyrirtæki, fleiri en einn fjölmiðil, fleiri en einn háskóla og svo framvegis.“Eru þá einhverjar hugmyndir uppi um að þetta yrði einkarekið að hluta? „Nei það var alls ekki hugmyndin að þetta yrði einkarekið endilega. Það yrði bara annars konar starfsemi og rekið undir annars konar stjórn. það væri ekki sama,“ segir Þorkell. „Það voru náttúrulega þrír spítalar, menn gleyma því oft. Það var Landakot, Landspítali og Borgarspítalinn. Það voru þrír spítalar sameinaðir í einn. Nú erum við að tala um að það er kannski skynsamlegt að hverfa frá því eða horfa til nýrra möguleika um nýjan stað. Staðarvalið er mjög mikilvægt svo við séum ekki búin að loka á alla möguleika að velja svona sjúkrastofnun stað vegna þess að staðsetningin skiptir vissulega máli.“ Hann segir að með tilkomu þriðja sjúkrahússins gæti verið að ekki þurfi að ráðast í eins miklar framkvæmdir við Hringbraut og að stofnunin gæti létt undir með starfsemi í Fossvogi og við Hringbraut. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar og er talið að hann komist í notkun árið 2023. Aðspurður um hugmyndir að staðsetningu segir Þorkell það alfarið fara eftir stærðargráðu sjúkrahússins, en að Vífilsstaðir og Keldur hafi verið nefnd sem hugmyndir. Landspítalinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um staðarval fyrir nýjan spítala er merki um að flokkurinn horfi til lengri tíma í skipulagsmálum, að sögn formanns velferðarnefndar flokksins. Til standi að ljúka þeirri uppbyggingu við Hringbraut sem komin er á framkvæmdastig og þá sé hugmyndin ekki að hið nýja sjúkrahús verði einkarekið. „Það er ekki verið að tala um Landspítala. Landspítali er ákveðið hugtak sem er Landspítali háskólasjúkrahús sem er verið a byggja við Hringbraut og er þar og er líka í Fossvogi. Það er verið að byggja þar upp meðferðarkjarna sem er í grunninn sú starfsemi sem er á þessum tveimur stöðum, myndgreiningatækni, bráðamóttaka, gjörgæsla og allt slíkt, hjarta spítalans,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. „Það sem við erum að tala um er að í framtíðinni þarf að vera uppbygging í heilbrigðismálum á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega annar spítali sem er þá öðruvísi spítali sem er þá að þjóna hefðbundnum aðgerðum, ekki háskólasjúkrahús eins og kennslustofnun og rannsóknarhús. Heldur í annars konar þjónustu. Gæti líka tengst öflugri heilbrigðisþjónustu almennt í Reykjavík og gæti líka tengst sérhæfðri þjónustu á sviði öldrunarlækninga eða eitthvað slíkt.“ Þorkell Sigurlaugsson, formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVASegir eðlilegt að möguleiki sé á öðrum spítala Þorkell segir að slíku sjúkrahúsi þurfi strax að finna stað. „Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það tekur langan tíma að skipuleggja þetta og það eru hugmyndir hjá Reykjavíkurborg að byggja upp, til dæmis á Keldum, íbúðabyggð. Ef það á að þétta borgina og byggja meira þarf að huga að svona spítala. Öryggisins vegna og upp á atvinnumöguleika og valkosti fyrir sjúklinga þá er eðlilegt að það sé möguleiki á öðrum spítala og það er það sem við erum að tala um.“ Hann segir að hugmyndin sé sú að á hinum þriðja spítala sé starfsemi sem krefjist þess ekki að sé á bráðasjúkrahúsi og nefnir í því samhengi augnaðgerðir og mjaðmaskiptaaðgerðir. Ljóst er að Landspítalinn við Hringbraut þurfi að vera öflugt og tæknivætt sjúkrahús en um sé að ræða annan valkost. „Alveg eins og við erum með valkosti tvo á flestum stöðum í þjóðfélaginu. Við erum með fleira en eitt símfyrirtæki, fleiri en einn fjölmiðil, fleiri en einn háskóla og svo framvegis.“Eru þá einhverjar hugmyndir uppi um að þetta yrði einkarekið að hluta? „Nei það var alls ekki hugmyndin að þetta yrði einkarekið endilega. Það yrði bara annars konar starfsemi og rekið undir annars konar stjórn. það væri ekki sama,“ segir Þorkell. „Það voru náttúrulega þrír spítalar, menn gleyma því oft. Það var Landakot, Landspítali og Borgarspítalinn. Það voru þrír spítalar sameinaðir í einn. Nú erum við að tala um að það er kannski skynsamlegt að hverfa frá því eða horfa til nýrra möguleika um nýjan stað. Staðarvalið er mjög mikilvægt svo við séum ekki búin að loka á alla möguleika að velja svona sjúkrastofnun stað vegna þess að staðsetningin skiptir vissulega máli.“ Hann segir að með tilkomu þriðja sjúkrahússins gæti verið að ekki þurfi að ráðast í eins miklar framkvæmdir við Hringbraut og að stofnunin gæti létt undir með starfsemi í Fossvogi og við Hringbraut. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar og er talið að hann komist í notkun árið 2023. Aðspurður um hugmyndir að staðsetningu segir Þorkell það alfarið fara eftir stærðargráðu sjúkrahússins, en að Vífilsstaðir og Keldur hafi verið nefnd sem hugmyndir.
Landspítalinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira