Fótbolti

Sárið sem mun seint gróa: „Ég mun ekki einu sinni fara þangað í sumarfrí“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrea Belotti og félagar voru niðurbrotnir í leikslok.
Andrea Belotti og félagar voru niðurbrotnir í leikslok. Vísir/Getty
Íslendingar eru á leiðinni á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar en þar verður hinsvegar ekkert ítalskt landslið að þessu sinni.

Fyrsta heimsmeistarakeppni Íslendinga í sögunni verður jafnframt fyrsta heimsmeistarakeppnina án Ítalíu í sextíu ár.

Ítalir sátu eftir með sárt einnið eftir tap á móti Svíum í umspili um laust sæti. Eitt mark í fyrri leiknum í Svíþjóð var nóg til að fella Ítalana.  

Það er ljóst á ummælum ítalska landsliðsmannsins Andrea Belotti í dag að þarna er á ferðinni sár sem mun seint gróa. Belotti spilaði báða umspilsleikina á móti Svíum og hann fer ekkert leynt með álit sitt á Svíþjóð.

„Ég myndi ekki einu sinni fara til Svíþjóðar í sumarfrí,“ sagði Andrea Belotti við ítalska blaðamanninn Tancredi Palmeri en ítalska landsliðið kom saman í dag fyrir vináttulandsleiki sína á móti Argentínu og Englandi.







Þegar Ítalir misstu síðasta af HM þá höfðu Brasilíumenn aldrei orðið heimsmeistarar en voru mættir til leiks með sautján ára undrabarn sem hét Edson Arantes do Nascimento en var kallaður Pele.

Ítalir hafa orðið fjórum sinnum heimsmeistarar síðan á HM í Þýskalandi 2006. Þeir verða einu heimsmeistararnir sem verða ekki með á HM í Rússlandi en þar verða hinsvegar Brasilía, Þýskaland, Argentína, Úrúgvæ, Frakkland, England og Spánn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×