Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2018 10:45 Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Vísir/GVA Tveir til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru því fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að alls hefðu fjórir menn verið handteknir vegna málsins. Tveir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á þriðjudag vegna gruns um innbrot og tveir til viðbótar í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna að morgni þriðjudags eftir að ábending barst frá árvökulum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis á þriðjudag barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. Allir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Lögreglan gerði tvær húsleitir vegna málsins í gær og fann þar þýfi, skartgripi og peningar, upp á nokkrar milljónir króna. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Stöð 2 í gær að mennirnir væru ekki með íslenska kennitölu sem segir lögreglu að þeir hafi ekki dvalið hér. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er enn þá hvort málin tengist. „Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli,“ sagði Skúli í fréttum Stöðvar 2 í gær. Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 „Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07 Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20 Tveir innbrotsþjófar handteknir í Garðabæ Rannsókn málsins er á frumstigi. 27. febrúar 2018 11:33 Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Tveir til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru því fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að alls hefðu fjórir menn verið handteknir vegna málsins. Tveir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á þriðjudag vegna gruns um innbrot og tveir til viðbótar í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna að morgni þriðjudags eftir að ábending barst frá árvökulum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis á þriðjudag barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. Allir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Lögreglan gerði tvær húsleitir vegna málsins í gær og fann þar þýfi, skartgripi og peningar, upp á nokkrar milljónir króna. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Stöð 2 í gær að mennirnir væru ekki með íslenska kennitölu sem segir lögreglu að þeir hafi ekki dvalið hér. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er enn þá hvort málin tengist. „Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli,“ sagði Skúli í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 „Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07 Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20 Tveir innbrotsþjófar handteknir í Garðabæ Rannsókn málsins er á frumstigi. 27. febrúar 2018 11:33 Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
„Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07
Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20
Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent