Brad Pitt bætist við Manson-mynd Tarantino Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2018 12:19 Tarantino hefur fengið þau Robbie, DiCaprio og Pitt til liðs við sig í næstu mynd. Vísir/Getty Brad Pitt hefur skuldbundið sig til að leika í næstu mynd leikstjórans Quentin Tarantino. Fyrir höfðu Óskarsverðlaunahafinn Leonardo DiCaprio og Margot Robbie einnig ráðið sig til að leika í myndinni sem hefur hlotið nafnið Once Upon a Time in Hollywood. Myndin gerist í Los Angeles árið 1969 og mun hverfast um hið hrottafengna morð á Sharon Tate, sem Robbie mun leika. DiCaprio mun leika Rick Dalton, leikara sem má muna fífil sinn fegurri eftir að hafa notið mikillar velgengni í sjónvarpsþáttum sem gerðust í villta vestrinu, og mun Pitt leika áhættuleikara hans Cliff Booth.Sharon Tate.Vísir/Getty„Báðir eru þeir að reyna að ná fótfestu aftur í borginni Hollywood sem þeir þekkja ekki lengur. Nágranni Rick er hins vegar mjög frægur, Sharon Tate,“ er haft eftir Tarantino um söguþráð myndarinnar. Tarantino hefur að eigin sögn unnið að handriti-myndarinnar síðastliðin fimm ár. Hann segist auk þess hafa búið í Los Angeles-sýslu stærstan hluta lífs síns, þar á meðal árið 1969 þegar hann var sjö ára gamall. „Ég hlakka mikið til að fá að segja þessa sögu af Los Angeles, og Hollywood, sem virðist ekki lengur vera til.“ Sharon Tate var 26 ára gömul þegar hún var myrt ásamt fjórum öðrum af meðlimum Manson-klíkunnar á heimili Tate í Hollywood 9. ágúst árið 1969. Tate var gift pólska leikstjóranum Roman Polanski en þegar hún lést var hún gengin átta og hálfan mánuð með son þeirra. Manson-klíkan var leidd af glæpamanninum Charles Manson. Meðlimir klíkunnar fóru eftir fyrirmælum Mansons þegar þeir myrtu Sharon Tate. Mynd Tarantino verður frumsýnd á heimsvísu 9. ágúst á næsta ári þegar 50 ár verða liðin frá morðunum. Þetta verður í annað sinn sem Tarantino vinnur með þeim Pitt og DiCaprip. Pitt lék í myndinni Inglourious Basterds og DiCaprio í Django Unchained. Fjölmiðlar ytra höfðu margir hverjir heyrt orðróm þess efnis að Tarantino ætlaði að fá leikarana Tom Cruise og Al Pacino til að leika í þessari mynd, en það hefur ekki fengist staðfest. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Brad Pitt hefur skuldbundið sig til að leika í næstu mynd leikstjórans Quentin Tarantino. Fyrir höfðu Óskarsverðlaunahafinn Leonardo DiCaprio og Margot Robbie einnig ráðið sig til að leika í myndinni sem hefur hlotið nafnið Once Upon a Time in Hollywood. Myndin gerist í Los Angeles árið 1969 og mun hverfast um hið hrottafengna morð á Sharon Tate, sem Robbie mun leika. DiCaprio mun leika Rick Dalton, leikara sem má muna fífil sinn fegurri eftir að hafa notið mikillar velgengni í sjónvarpsþáttum sem gerðust í villta vestrinu, og mun Pitt leika áhættuleikara hans Cliff Booth.Sharon Tate.Vísir/Getty„Báðir eru þeir að reyna að ná fótfestu aftur í borginni Hollywood sem þeir þekkja ekki lengur. Nágranni Rick er hins vegar mjög frægur, Sharon Tate,“ er haft eftir Tarantino um söguþráð myndarinnar. Tarantino hefur að eigin sögn unnið að handriti-myndarinnar síðastliðin fimm ár. Hann segist auk þess hafa búið í Los Angeles-sýslu stærstan hluta lífs síns, þar á meðal árið 1969 þegar hann var sjö ára gamall. „Ég hlakka mikið til að fá að segja þessa sögu af Los Angeles, og Hollywood, sem virðist ekki lengur vera til.“ Sharon Tate var 26 ára gömul þegar hún var myrt ásamt fjórum öðrum af meðlimum Manson-klíkunnar á heimili Tate í Hollywood 9. ágúst árið 1969. Tate var gift pólska leikstjóranum Roman Polanski en þegar hún lést var hún gengin átta og hálfan mánuð með son þeirra. Manson-klíkan var leidd af glæpamanninum Charles Manson. Meðlimir klíkunnar fóru eftir fyrirmælum Mansons þegar þeir myrtu Sharon Tate. Mynd Tarantino verður frumsýnd á heimsvísu 9. ágúst á næsta ári þegar 50 ár verða liðin frá morðunum. Þetta verður í annað sinn sem Tarantino vinnur með þeim Pitt og DiCaprip. Pitt lék í myndinni Inglourious Basterds og DiCaprio í Django Unchained. Fjölmiðlar ytra höfðu margir hverjir heyrt orðróm þess efnis að Tarantino ætlaði að fá leikarana Tom Cruise og Al Pacino til að leika í þessari mynd, en það hefur ekki fengist staðfest.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira