Innlent

Byltingarkenndu hjálpartækin Trausti og Gönguhrólfur

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Hjálpartækin Trausti og Gönguhrólfur voru tekin formlega í gagnið í Æfingastöðinni í gær en þau bjóða uppá á nýja möguleika í þjálfun hreyfihamlaðra barna.

„Tækin koma til með að gjörbreyta lífi dóttur minnar,“ sagði Elín Birgitta Birgisdóttir móðir hreyfihamlaðrar stúlku við það tækifæri. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá frá þessu tilefni í gær.

Sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni sögðu um byltingu að ræða í þjálfun hreyfihamlaðra barna og ungmenna,  langþráður draumur væri að rætast.  Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tók formlega við gjöfinni frá Ólafi Torfasyni stjórnarformanni Íslandshótela en tækin kostuðu um eina og hálfa milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×