Zlatan segist sakna sænska landsliðsins: Verður hann með á HM? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 10:00 Zlatan Ibrahimovic í síðasta landsleiknum sínum á móti Belgíu 22. júní 2016. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og kannski Zlatan Ibrahimovic líka. Zlatan Ibrahimovic var búinn að setja landsliðsskóna upp á hillu en hann hefur nú opnað fyrir möguleikann á að snúa aftur í landsliðið fyrir HM. „Ég sakna landsliðsins,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við SportExpressen. „Þegar þú hefur spilað með liði í tuttugu ár þá er erfitt að sjá aðra vera að spila í staðinn fyrir þig. Sérstaklega þegar þú ert meiddur. Maður vill spila bæði í landsliðinu og með félagsliðinu. Þeir hafa verið að gera góða hluti,“ sagði Zlatan.Zlatan öppnar för comeback i Blågult: "Jag saknar landslaget"https://t.co/GMjlA6gL6Epic.twitter.com/RdfxOzm2ZV — SportExpressen (@SportExpressen) March 1, 2018 Zlatan hætti í landsliðinu eftir EM í Frakklandi 2016. Síðasti leikurinn hans var á móti Belgíu í riðlakeppninni en Svíarnir komust ekki áfram upp úr riðlinum. En mun Zlatan segja já ef Janne Andersson hringir í hann og býður honum sæti í sænska landsliðinu? „Við skulum sjá til. Sjáum til. Þetta er erfið spurning. Ég vil vera valinn af því að ég er að spila vel. Ég vil ekki vera valinn af því að ég er eitthvað nafn,“ sagði Zlatan sem hefur lítið spilað með liði Manchester United eftir að hann kom til baka eftir krossbandaslit. „Dyrnar eru ekki lokaðar. Fyrst þarf ég að fara að spila fótbolta því við getum ekki talað um landsliðssæti á meðan ég er ekki að spila. Ég lifna samt allur við með því að tala um þetta,“ sagði Zlatan. Zlatan Ibrahimovic var með 62 mörk í 116 landsleikjum frá 2001 til 2016. Hann markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi og sá sjötti leikjahæsti. Svíar eru í F-riðli á HM í Rússlandi en þar mæta þeir í riðlakeppninni Suður-Kóreu, Þýskalandi og Mexíkó. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og kannski Zlatan Ibrahimovic líka. Zlatan Ibrahimovic var búinn að setja landsliðsskóna upp á hillu en hann hefur nú opnað fyrir möguleikann á að snúa aftur í landsliðið fyrir HM. „Ég sakna landsliðsins,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við SportExpressen. „Þegar þú hefur spilað með liði í tuttugu ár þá er erfitt að sjá aðra vera að spila í staðinn fyrir þig. Sérstaklega þegar þú ert meiddur. Maður vill spila bæði í landsliðinu og með félagsliðinu. Þeir hafa verið að gera góða hluti,“ sagði Zlatan.Zlatan öppnar för comeback i Blågult: "Jag saknar landslaget"https://t.co/GMjlA6gL6Epic.twitter.com/RdfxOzm2ZV — SportExpressen (@SportExpressen) March 1, 2018 Zlatan hætti í landsliðinu eftir EM í Frakklandi 2016. Síðasti leikurinn hans var á móti Belgíu í riðlakeppninni en Svíarnir komust ekki áfram upp úr riðlinum. En mun Zlatan segja já ef Janne Andersson hringir í hann og býður honum sæti í sænska landsliðinu? „Við skulum sjá til. Sjáum til. Þetta er erfið spurning. Ég vil vera valinn af því að ég er að spila vel. Ég vil ekki vera valinn af því að ég er eitthvað nafn,“ sagði Zlatan sem hefur lítið spilað með liði Manchester United eftir að hann kom til baka eftir krossbandaslit. „Dyrnar eru ekki lokaðar. Fyrst þarf ég að fara að spila fótbolta því við getum ekki talað um landsliðssæti á meðan ég er ekki að spila. Ég lifna samt allur við með því að tala um þetta,“ sagði Zlatan. Zlatan Ibrahimovic var með 62 mörk í 116 landsleikjum frá 2001 til 2016. Hann markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi og sá sjötti leikjahæsti. Svíar eru í F-riðli á HM í Rússlandi en þar mæta þeir í riðlakeppninni Suður-Kóreu, Þýskalandi og Mexíkó.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira