Biskup segist ekki gefa neinn afslátt þegar ásakanir um ofbeldi koma upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2018 12:10 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur svarað gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð í máli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Hún segist engan afslátt gefa þegar ásakanir um áreiti eða ofbeldi koma upp og hyggst jafnframt skýra ákvörðun sína fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, verði málinu áfrýjað. Í frétt Fréttablaðsins, sem birt var í morgun, kemur fram að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýni bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Taldi úrskurðarnefndin að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant, þ.m.t. sú ákvörðun biskups að senda Ólaf í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.Tekur ásakanir um háttsemina alvarlega Í yfirlýsingu sem biskup sendi frá sér í dag segir að afstaða hennar í málinu sé skýr og að æðsti embættismaður kirkjunnar skuli alltaf bregðast við í málum sem þessum. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ skrifar biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“Vill standa vörð um rétt þolenda Þá segir biskup samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa og á milli þeirra verði að ríkja algjört traust. Hún ítrekar auk þess að hún muni rannsaka mál Ólafs áfram. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Biskup segir einnig að verði málinu áfrýjað muni hún skýra aðkomu og afstöðu sína fyrir áfrýjunarnefnd. „Enda gef ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.“ Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á dögunum á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Yfirlýsing biskups Íslands í heild:Í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í einu máli af fimm sem varða umdeild samskipti sóknarprests við samstarfsfólk sitt, eru afskipti mín af málinu gagnrýnd og sögð úr takti við starfsreglur. Nefndin gagnrýnir að ég hafi sem yfirmaður sóknarprestsins sent hann í leyfi á meðan umkvartanir sem beindust að honum væru rannsakaðar.Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust.Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur svarað gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð í máli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Hún segist engan afslátt gefa þegar ásakanir um áreiti eða ofbeldi koma upp og hyggst jafnframt skýra ákvörðun sína fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, verði málinu áfrýjað. Í frétt Fréttablaðsins, sem birt var í morgun, kemur fram að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýni bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Taldi úrskurðarnefndin að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant, þ.m.t. sú ákvörðun biskups að senda Ólaf í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.Tekur ásakanir um háttsemina alvarlega Í yfirlýsingu sem biskup sendi frá sér í dag segir að afstaða hennar í málinu sé skýr og að æðsti embættismaður kirkjunnar skuli alltaf bregðast við í málum sem þessum. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ skrifar biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“Vill standa vörð um rétt þolenda Þá segir biskup samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa og á milli þeirra verði að ríkja algjört traust. Hún ítrekar auk þess að hún muni rannsaka mál Ólafs áfram. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Biskup segir einnig að verði málinu áfrýjað muni hún skýra aðkomu og afstöðu sína fyrir áfrýjunarnefnd. „Enda gef ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.“ Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á dögunum á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Yfirlýsing biskups Íslands í heild:Í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í einu máli af fimm sem varða umdeild samskipti sóknarprests við samstarfsfólk sitt, eru afskipti mín af málinu gagnrýnd og sögð úr takti við starfsreglur. Nefndin gagnrýnir að ég hafi sem yfirmaður sóknarprestsins sent hann í leyfi á meðan umkvartanir sem beindust að honum væru rannsakaðar.Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust.Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00