Innlent

Háskólarnir opna dyr sínar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölbreytt dagskrá verður á morgun.
Fjölbreytt dagskrá verður á morgun. Mynd/Aðsend
Háskóladagurinn 2018 fer fram á morgun laugardaginn 3. mars frá kl. 12 - 16. Allir háskólar landsins standa að Háskóladeginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi.

Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og boðið verður upp á fríar strætóferðir milli staða.

Auk fyrrgreindra skóla eru það Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri sem kynna sitt nám á morgun.

Sprengjugengið mætir.
Á Háskóladeginum gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika.

Háskóladagurinn mun svo í framhaldi af ofangreindum degi leggja af stað í ferð um landið og heimsækja níu skóla utan höfuðborgarsvæðisins dagana 5. - 15. mars. 

Nánari dagskrá má nálgast á heimasíðu Háskóladagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×