Andri Rúnar Bjarnason er byrjaður að raða inn mörkum á sænskri grundu en þessi mikli markahrókur var á skotskónum í sænsku bikarkeppninni í dag.
Andri Rúnar var í byrjunarliði Helsingborg þegar liðið mætti Tvaaaakers IF í riðlakeppni bikarsins. Hann kom Helsingborg í 2-0 með tíu mínútna millibili á síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks.
Helsingborg skoraði svo eitt mark til viðbótar þrátt fyrir að hafa misst mann af velli í stöðunni 2-0.
