Lífið

Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara

Birgir Olgeirsson skrifar
Ari Ólafsson brast í grát baksviðs á Söngvakeppninni í kvöld. Hann var svo glaður með kvöldið að tilfinningarnar báru hann ofurliði.
Ari Ólafsson brast í grát baksviðs á Söngvakeppninni í kvöld. Hann var svo glaður með kvöldið að tilfinningarnar báru hann ofurliði.
Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. Útsendingin hófst á langri ræðu sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar þar sem hann skartaði stórum heyrnartólum með hljóðnema. 

Hörður Ágústsson gerði grín að því með því að benda á að Gísli væri nógu góður til að vera með hjálm á sjónvarpinu en ekki á hjóli. 

Fyrstur á svið var Fókus-hópurinn sem flutti lagið Battleline. Vöktu búningarnir athygli líkt og Reynir Jónsson benti á.

Áttan var önnur á svið með lagið Here For You en þar vakti búningur Sonju Valdin mikla athygli.

Flutningur Áttunnar á laginu á undankvöldi Söngvakeppninnar var talsvert gagnrýndur og gerðu Áttu-liðarnir breytingar á atriðinu.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sagði það hafa verið snjallt að láta bakraddir styðja betur við Áttuna.

Euro-Reynir var þó ekkert sérstaklega sáttur Áttuna.

Þriðji á svið var Ari Ólafsson með lagið Our Choice en þegar hann hafði lokið flutningnum brast hann í grát í viðtali baksviðs þar sem tilfinningarnar báru hann ofurliði.

Það lagðist vel í marga

En aðrir sögðu Ara vera að beita sömu taktík og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem brast í grát í beinni útsendingu á RÚV daginn fyrir þingkosningar í fyrra.

Framlag Heimilistóna, Kúst og fæjó, vakti talsverða lukku. 

Unga kynslóðin virtist vera hrifin af Kúst og fæjó. 

Og kannski ástæða fyrir því. 

Augnaráð bakraddasöngvara Heimilistóna, þeirra Sigurðar Óskarssonar og Odds Júlíussonar, vakti talsverða athygli. 

Og það var nóg að græja og gera eftir konfetti-sprengju Heimilistóna, þó ekki hafi verið notast við Kúst og fæjó. 

Einar Bárðarson var á því að Aron Hannes hefði sungið sig alla leið til Lissabon með flutningi sínum í úrslitunum. 

Hekla Elísabet var hrifin af flutningi Arons. 

Texti Golddigger lagsins hefur hins vegar fengið á sig þó nokkra gagnrýni og er Euro-Reynir einn af þeim sem er ekki sérlega hrifinn. 

Dagur Sigurðsson steig síðastur á svið með lagið Í stormi og vakti rödd hans líkt og fyrr mikla athygli. 

Landslið kvenna í knattspyrnu er í verkefni ytra en lét það ekki stöðva sig við að fylgjast með Söngvakeppninni. Fanndís Friðriksdóttir landsliðskona virðist hafa gert upp hug sinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×