Golf

Ungi Indverjinn leiðir fyrir lokahringinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Phil Mickelson á góðan möguleika á lokadegi Heimsmótsins
Phil Mickelson á góðan möguleika á lokadegi Heimsmótsins vísir/getty
21 árs gamli Indverjinn Shubankar Sharma hefur tveggja högga forystu á næstu kylfinga á Heimsmótinu í golfi sem fram fer í Mexíkó þessa dagana en mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Sharma er samtals á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn sem fram fer í kvöld. Í 2.sæti eru Phil Mickelson, Tyrell Hatton, Sergio Garcia og Rafa Cabrera Bello. Það var þó Justin Thomas sem stal senunni á þriðja hring en hann lék á samtals 9 höggum undir pari og situr í 10.sæti.

Afar stutt er á milli efstu manna og ljóst að margt getur breyst á lokahringnum. Sýnt verður frá honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Hefst útsendingin klukkan 17.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×