Valgerður verður í titilbardaga í Osló Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2018 10:16 Valgerður hefur slegið í gegn í hnefaleikaheiminum og fær nú risatækifæri. john terje pedersen Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. Þar mun Valgerður mæta hinni norsku Katarina Thanderz en hún hefur aldrei tapað í sjö bardögum. Valgerður hefur unnið alla sína þrjá bardaga á atvinnumannaferlinum. Thanderz átti að berjast um titilinn gegn hinni frönsku Toussy L'Hadji en hún varð að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Hófst þá leit að boxara til að fylla hennar skarð. Valgerður var á meðal þeirra sem leitað var til og hún fær bardagann. Þetta er að sjálfsögðu bæði óvænt og einstakt tækifæri fyrir Valgerði en þessi bardagi verður aðalbardagi kvöldsins á stóru hnefaleikakvöldi.Valgerður fagnar einum af sínum sigrum.christian hestnæsBeltið sem hún er að fara að keppa um er kallað „International title“ og er næststærsta beltið sem hægt er að keppa um hjá WBC sem er eitt af þremur stærstu hnefaleikasamböndum heims. Mikil hefð hefur myndast í Noregi fyrir öflugum hnefaleikakonum. Á toppnum þar trónir Cecilia Brækhus sem er ríkjandi heimsmeistari í fimm hnefaleikasamböndum. Cecilia er súperstjarna í heimalandi sínu, sem og í hnefaleikaheiminum öllum. Hún er ósigruð í 32 atvinnubardögum og hefur jafnframt afar góða og markaðsvæna ímynd. Í kjölfar Ceciliu hafa fjölmargar norskar hnefaleikakonur ruðst fram á sjónarsviðið og er Katarina Thanderz sú sem er næst í röðinni á eftir henni. Hún er 29 ára gömul og ósigruð í sínum 7 atvinnubardögum til þessa. Það er því nokkuð ljóst að veðbankarnir munu telja hana sigurstranglegri. Box Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. Þar mun Valgerður mæta hinni norsku Katarina Thanderz en hún hefur aldrei tapað í sjö bardögum. Valgerður hefur unnið alla sína þrjá bardaga á atvinnumannaferlinum. Thanderz átti að berjast um titilinn gegn hinni frönsku Toussy L'Hadji en hún varð að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Hófst þá leit að boxara til að fylla hennar skarð. Valgerður var á meðal þeirra sem leitað var til og hún fær bardagann. Þetta er að sjálfsögðu bæði óvænt og einstakt tækifæri fyrir Valgerði en þessi bardagi verður aðalbardagi kvöldsins á stóru hnefaleikakvöldi.Valgerður fagnar einum af sínum sigrum.christian hestnæsBeltið sem hún er að fara að keppa um er kallað „International title“ og er næststærsta beltið sem hægt er að keppa um hjá WBC sem er eitt af þremur stærstu hnefaleikasamböndum heims. Mikil hefð hefur myndast í Noregi fyrir öflugum hnefaleikakonum. Á toppnum þar trónir Cecilia Brækhus sem er ríkjandi heimsmeistari í fimm hnefaleikasamböndum. Cecilia er súperstjarna í heimalandi sínu, sem og í hnefaleikaheiminum öllum. Hún er ósigruð í 32 atvinnubardögum og hefur jafnframt afar góða og markaðsvæna ímynd. Í kjölfar Ceciliu hafa fjölmargar norskar hnefaleikakonur ruðst fram á sjónarsviðið og er Katarina Thanderz sú sem er næst í röðinni á eftir henni. Hún er 29 ára gömul og ósigruð í sínum 7 atvinnubardögum til þessa. Það er því nokkuð ljóst að veðbankarnir munu telja hana sigurstranglegri.
Box Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira