Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 16:52 Oleg Deripaska með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Fylgdarkonan segist hafa verið á snekkju Deripaska þegar aðstoðarforsætisráðherra Rússlands var með honum. Vísir/AFP Hvítrússnesk fylgdarkona sem var handtekin á „kynlífsnámskeiði“ í Taílandi segist eiga margra klukkustunda langar upptökur sem sýni fram á hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Anastasia Vashukevitsj var handtekin í Pattya í Taílandi þar sem hún er grunuð um að hafa unnið án þess að vera með landvistarleyfi. Hún sagði við blaðamenn í fangelsinu þar sem henni er haldið að hún ætti meira en sextán klukkustundir af upptökum af umræðum um forsetakosningarnar. Hún myndi afhenda bandarískum stjórnvöldum þær ef hún fengi pólitískt hæli í Bandaríkjunum.New York Times segir að Vashukevitsj hafi náin tengsl við Oleg Deripaska, rússneskan álfursta og milljarðamæring sem aftur er náinn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Deripaska er einnig tengdur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Manafort hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Hann er sagður hafa boðið Deripaska persónulegar skýrslur um framboðið á sínum tíma. Fyrirtæki Manafort er þá sagt hafa skuldað rússneska auðjöfrinum milljónir dollara.Ræddi við aðstoðarforsætisráðherrann um BandaríkinÞað sem er talið renna einhverjum stoðum undir fullyrðingar konunnar er myndband sem Aleksei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, birti á Youtube-síðu sinni í síðasta mánuði. Það byggði að miklu leyti á myndböndum og myndum frá Vashukevitsj. Hún segist hafa unnið fyrir fyrirsætuskrifstofu þegar hún og fleiri fyrirsætur voru ráðnar til að vera á snekkju Deripaska. Þar tók hún meðal annars myndir af Deripaska með Sergei E. Prikhodko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Í myndbandi Navalní heyrast Deripaska og Prikhodko meðal annars ræða um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Navalní segir að Vashukevitsj hafi verið ein fjölda vændiskvenna á snekkjunni. Ætlun Deripaska hafi verið að múta Prikhodko. „Þeir voru að ræða kosningar. Deripaska var með áætlun með kosningarnar,“ segir Vashukevitsj sem vildi ekki gefa fréttamönnum upp frekari upplýsingar. Bandaríska leyniþjónustan er þess fullviss að Rússar hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Það hafi þeir meðal annars gert með því að brjótast inn og stela tölvupóstum Demókrataflokksins og með áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal ananrs hvort að Rússar hafi átt í samráði við framboð Trump um að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Hvítrússnesk fylgdarkona sem var handtekin á „kynlífsnámskeiði“ í Taílandi segist eiga margra klukkustunda langar upptökur sem sýni fram á hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Anastasia Vashukevitsj var handtekin í Pattya í Taílandi þar sem hún er grunuð um að hafa unnið án þess að vera með landvistarleyfi. Hún sagði við blaðamenn í fangelsinu þar sem henni er haldið að hún ætti meira en sextán klukkustundir af upptökum af umræðum um forsetakosningarnar. Hún myndi afhenda bandarískum stjórnvöldum þær ef hún fengi pólitískt hæli í Bandaríkjunum.New York Times segir að Vashukevitsj hafi náin tengsl við Oleg Deripaska, rússneskan álfursta og milljarðamæring sem aftur er náinn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Deripaska er einnig tengdur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Manafort hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Hann er sagður hafa boðið Deripaska persónulegar skýrslur um framboðið á sínum tíma. Fyrirtæki Manafort er þá sagt hafa skuldað rússneska auðjöfrinum milljónir dollara.Ræddi við aðstoðarforsætisráðherrann um BandaríkinÞað sem er talið renna einhverjum stoðum undir fullyrðingar konunnar er myndband sem Aleksei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, birti á Youtube-síðu sinni í síðasta mánuði. Það byggði að miklu leyti á myndböndum og myndum frá Vashukevitsj. Hún segist hafa unnið fyrir fyrirsætuskrifstofu þegar hún og fleiri fyrirsætur voru ráðnar til að vera á snekkju Deripaska. Þar tók hún meðal annars myndir af Deripaska með Sergei E. Prikhodko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Í myndbandi Navalní heyrast Deripaska og Prikhodko meðal annars ræða um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Navalní segir að Vashukevitsj hafi verið ein fjölda vændiskvenna á snekkjunni. Ætlun Deripaska hafi verið að múta Prikhodko. „Þeir voru að ræða kosningar. Deripaska var með áætlun með kosningarnar,“ segir Vashukevitsj sem vildi ekki gefa fréttamönnum upp frekari upplýsingar. Bandaríska leyniþjónustan er þess fullviss að Rússar hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Það hafi þeir meðal annars gert með því að brjótast inn og stela tölvupóstum Demókrataflokksins og með áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal ananrs hvort að Rússar hafi átt í samráði við framboð Trump um að hafa áhrif á úrslit kosninganna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44
Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27